Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 1
10. BLAÐ REYKJAVÍK, OKTÓBER 1913. IV. ÁR Dagarnir líða. Forin og veruleiki. Trúiu á íslendingar hafa mikið gaman formið. af að fást við stjórnmál, og mikla trú á, að stjórnmála-aðgerðir, lagasmið og samningar séu til mestra heilla. Þingflokk- arnir hafa hingað til verið mjög andstæð- ir innbyrðis, en þeir hafa allir verið sam- mála um það, að }æir gerðu þjóðinni mest gagn með því að losa okkur lagalega meira úr sambandi við Dani en nú er, En þeir hafa deilt um leiðirnar; hinir íhaldsamari látið sér nægja dálítið meira pappírs-sjálf- stæði en við höfum nú. En hinir ger- breytnari tlokkar krafist, að fullveldi okk- ar væri alveg viðurkent, pappírslega. Á þessum kröfum er stigmunur en ekki eðl- is eða anda munur. Allir flokkarnir hafa álitið rétt að beita þjóðaraflinu í baráttuna út á við. Og þeir hugðu, hver um sig, að ef þeirra ráð næðu fram að ganga, þá mundu sjást miklir ávextir. Pappírs- frelsinu mundi slá inn og gera þjóðina, all- an þorra hennar, hamingjusaman. Við höfum ekkert komist úr stað. Deilan hefir kostað þjóðina mikið, en ekkert fengist í staðinn. Við höfum þrátt fyrir alt brask- ið enn hin sömu lagabönd við Danmörku eins og við höfðum, áður en seinasta hríð- in hófst. Og við vitum meir að segja, að við stöndum nú fjær takmarki allra flokk- anna heldur eu nokkru fyr. Er íiokkur Erum við þá voðalega illa leið opin? gtaóóir með að gera lífvænlegt í landinu fyi'ir sem flesta menn? Liklega telja stjórnmálamenn okkar að svo sé, því að annars hefðu þeir allir haft vafasam- an rétt til að eyða afli landsins í árang- urslausa form-deiluna út á við. Dálítið má ráða i um þetta efniaflíkum. Fjöldi þjóða hafa fullveldi, ráða að formi til stjórnar- aðgerðum sínum, án tilhlutunar annara þjóða. Og aftur eru mjög margar þjóðir aðrar, sem ekki eru fnllvalda, sem sigla í kjölfar annara þjóða, þeirra sem meiri hafa máttinn. Ef gott þjóðlíf væi'i eingöngu sprottið af fullu sjólfstæði, og ómögulegt án þess, þá mundi skifta um með þessum tveim deildum i tvö horn: Sjálfstæðu þjóð- irnar blómgast æ meir og meir, en hinar ófullvalda þjóðir vera djúpt soknar í bág- indi og eymd. Þetta virðist vera rök- rétt ályktun af aðgerðum þjóðleiðtoga okkar. Þeir hefðu engan rétt haft til að leiða þjóðina út í baráttu undangenginna ára, nema ef hnossið, sem þeir vildu höndla, meira pappírs-sjálfstæði, hefði ver- ið svo máttugt, að þegar það var fengið, hefði af því sprottið sönn þjóðai'hamingja. Fullvalda ríki. Og lítum nú á önnur lönd, Ástæður. Qg athugUm ástandið þar, i al-sjálfstæðum rikjum. Með allmildum rélti má segja, að frœndþjóðir okkar hinar germönsku, Norðurlandabúar, Þjóðverjar, Hollendingar og Englendingar séu gengis- þjóðir (þó að meirihluti manna í öilum þessum löndum, sem þó eru ein hin fremstu, sé vansæll, fákunnandi, allslaus, og búi við óyndisleg lífskjör). Ennfremur Frakkar, Bandamenn og Japanar. Á Spáni er alt

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.