Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.10.1913, Qupperneq 5

Skinfaxi - 01.10.1913, Qupperneq 5
SKINFAXl 77 frumbýlingsháttur en á öðrum samskonar mótum hérlendis, -þar sem farið er að halda þau að staðaldri; ekki varð eg þó var við neitt, sem hvítavoðirnar ekki fyllilega afsök- uðu. Sú nýlunda, eftir því semégfrekast veit, gerðist þarna að kept var í flohkum í tveim íþróttagreinum, sundi og glímu, og vegna þess, að ég álit þá breytingu ekki einkis virði, þá ætla eg að geta hennar nán- ar, ef ske kynni, að önnur félög vildu taka þá aðferð upp, eða Ieiðbeina öðrum hafi þau reynt hana og tekist betur með fyr- irkomulagið. Þessir voru aðaldrættirnir: Hvert félag tók sjálfstæðan þátt i íþróttun- um á þann hátt, að það sendi ákveðinn fjölda manna til að keppa fyrir sig. í sundinu sigraði svo það félag, sem sendi þá menn, sem jafn-bestir voru. Íjglímun- um var fyrirkomulagið dálítið margbrotn- ara, sökum þess að langan tima hefði tekið að láta alla glíma saman. Verðlaunapen- ingur var útbúinn fyrir mótið, sem ætlaður var sem sundverðlaun fyrir konur, en eng- in hafði lítillæti til að þiggja hann í þetta skifti og bíður hann betri tíma. Eg skal ekkert um það segja, hvernig tekist hefir með fyrirkomulagið á þessum flokkakappleikjum. Vel getur verið að hægt sé að koma þeim i betra horf með meiri reynslu eg íhugun. — En um hitt er eg sannfærður, að þessi stefna er hárrétt. Við íslendingar — eg veit ekki um aðra — höfum áreiðanlega fylgt og fylgjum of mikið „úrvals“-stefnu í iþróttaiðkunum okk- ar. Altaf kveður við sama spurningin: Hver var mestur?, en um fjöldann skeytir enginn. Þannig spyrja allar verðlauna- veitingar á kappleikjum og nöfn hinna mestu bergmála óaílátanlega meðal þeirra sem láta sig iþróttir nokkru skifta. Þannig hefir almenningsathyglinni verið beint að örfáum afbui'ðamönnum, sem llestir svo stara á eins og tröll í heiðríkju og hreifa sjálíir hvorki legg né lið, Það lítur út fyrir, að þessi skilningur sé að verða rótgróinn hjá almenningi, að þetta eitt sé rétt að koma upp nokkrum köppum og þá sé nóg;þeir sem ekki nái þeim fyllilega séu ekki til íþrótta ætlaðir, og geri skyldu sína, efþeir dáist að hreystiverkunum. Og það virð- ist ekki óskylt þessu, hve skrambi hætt mörgum er við að „fatlast“ um það leyti sem aðrir eru að verða þeim yfirsterkari, og linast því í sókninni þótt ekkert hafi borið á þessháttar veilu áður. Ætíð er gaman að eiga afburðamenn í hverju sem er, og gagnlegt lika, meðal annars af því, að þar hefir fjöldinn altaf fyrirmyndina. En of mikla áherslu má samt ekki á það leggja, minsta kosti ekki svo mikla, að mönnum finnist allt ónýtt sem skemmra fer. Með þvi móti mynd- ast smámsaman gjá mikilli fjöldans og for- göngumannanna, sem ekki aðrir en hinir allra kjarkmestu reyna að komast yfir. (Nl.) Fyrirspurn, Mér er kunnugt um það, að allmargir ungmennafélagar eru í fleiri en einu ung- mennafélagi sama árið. Dæmi þekki ég þess, að sami maður hefir verið kosinn fulltrúi á fjórðungsþing af tveim félögum, átt að segja fram mál i B félögum sama daginn, og sömu stundina og glíma opin- lega sem fulltrúi frá fleirum félögum í einu eða keppa um verðlaun við sjálfan sig. I öllum þessum tilfellum hafa þessir marg- földu menn orðið að neita að gegna skyld- um sínum í einhverju eða einhverjum fé- lögunum og þar með óhlýðnast skuldbind- ingarskránni í því félagi. Af þvi eg veit þessa dæmi, en lit svo á, að óleyfilegt sé samkvæmt 19. gr. sam- bandslaganna að vera í fleiru en einu fé- lagi sama ár eða gjaldtimabii (sé það styttra) Ieyfi eg mér virðingarfylst að spyrja stjórn sunnlendingafjórðungs og sambands-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.