Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 8
80 SKINFAXI Guðm. Kr. Guðmundsson, U. M. F. R. Kári Arngrimsson, U. M. F. Gaman og alvara. Magnús Jakobsson, U. M. F. Reykdæla. Sigurjón Pétursson, Ármann, Rvík. Svo fór að Sigurjón Pétursson feldi alla hina umsvifalaust, og dugði enginn mann- legur máttur móti orku hans. Íslandsglíman er að verða að engu, þátt- takan minkar með ári hverju, og að sama skapi þverrar áhugi almennings. Að nokkru Ieyti er þetta því að kenna, að Sigurjón skar- ar svo mjög fram úr öðrum, að enginn vegur er til að sigra hann fyrir þá menn, sem nú eru komnir á sjónarsviðið. I aug- um áhorfenda eru því úrslitin ákveðin fyr- irfram, og færri vilja Ieggja á sig það ómak að berjast, þegar engin von er um sigur. I öðru lagi virðist hafa dofnað yf- ir glímunni yfirleitt, áhuginn hafa minkað að mun. En svo búið má ekki standa. Ekki geta allir orðið beltishafar fyrir glímu- afrek; en öllum stendur opin sú leið, að auka afl sitt og mannsbragð með því að æfa íslensku glímuna. <5l)íum-I)aun. Mörgum frelsisvinum hér á landi þótti gengið nærri sínum dýra rétti, þegar byggja átti vinguðinum út úr húsum þeirra. Hef- ir óspart kveðið við í herbúðum bannfénda, að bannmenn brytu frumsetningar persónu- legs frelsis, og að heimsku þeirra væri um að kenna; í engu öðru siðuðu Iandi mundi slík bannalda geta risið. Heldur óhagstætt þessum hugsunargangi verður að telja hið svo nefnda ópíumsstríð, sem nú er hafið í heiminum. Eins og menn vita er ópíum deyfandi og drepandi aiturefni, En eitur þess er sætt og sefandi að margra dómi og er ópíum því mjög út- breitt nautnameðal víða um lönd. Eink- um hafa ópíumsreykingar verið mjög al- gengar í Kína, og átt drjúgan þátt í að deyfa og draga þjóðina niður. En á síð- ari árum heflr löstur þessi fest djúpar ræt- ur í helstu menningarsetrum veraldarinn- ar, báðum megin Atlantshafs. Var svo komið, að margir ágætismenn sáu, að til heimsvanda horfði með þessa manneyðandi nautn og risu til varnar. Bandamenn komu til leiðar að sett var al- þjóðanefnd til að ræða málið. Hittist nefnd sú í Shanghai 1909. Hún undirbjó ann- að þing, sem kom saman i Haag 1911. Mættu þar fulltrúar frá 12 helstu þjóðum heimsins, bundust þeir föstum samtökum um að hindra sem framast mætti ópíums- verslun í heiminum. Samtök þessi hefðu þó orðið gagnslítil, ef ekki hefðu gengið i sambandið hinar aðrar 34 fullvalda þjóðir, sem ekki áttu fulltrúa á fundi þessum. Hin síðustu tvö ár hafa nú þessar tólf forustuþjóðir fengið fleiri og fleiri Iand- stjórnir til að ganga í samiökin, svo að ekki eru nú nema tvö ríki á jörðunni sem halda verndarhendi yfir ópíumspúkanum. Það eru Tyrkland og Peru, og hvorugt frægt sem fyrirmynd í frelsi eða menningu. Samhliða því, að Banduríkin gengust fyr- ir verslunarbanns-hreifingunni _ samþykti neðrideild þingsins i Washington að leggja miklar hindranir í veg ópíumsframleiðenda þar í landi. Samkvæmt því frumvarpi skal vera 200 dala tollur á hverju pundi af ópíum, sem gert er í landinu. Framleið- andinn verður að setja tryggingu, sem nem- ur miljónum kr. fyrir atvinnu sinni. Sekt fyrir fyrsta brot á lögum þessum er 1000 dalir eða 5 ára hegningarhúsvera. Vitaskuld er ópíum hættulegra eitur og nautnameðal en vínandi, en enginn mun neita, að þessar tvær nautnir eru náskvld- ar, þót-t önnur sé nokkru verri. Og átak- anlega sárt er það fyrir hannféndur, sem barið hafa bumbu sina í nafni menningar- innar, að i ópíums málinu eru ekki nema tvær þjóðir, sem vilja verja frelsið til að skaða sig eða drepa á ópíumseitri. Og þær tvær þjóðir eru Perumenn og lyrkir. Félagsprentsuiiðjttn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.