Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 3
SKINFAXI 75 Teipi pappírsfrelsins, þá verður að skifta um stefnu. Glamrið dugar þá ekki, heirnsk- an og sundurlyndið heldur ekki. Þjóðin verður að snúa sé að lífvænlegum viðfangs- efnum, þeim sem er úrslitavon af. En þau eru einkum tvö: Bœktun landsins og skynsamlegar umbœlur d uppeldi þjóðarinnar. En þessar umbætur eru svo nátengdar hvor annari, að önnur fæst ekki til fulls án hinnar. Við sveitalíf og sveita- kjör elst upp sá mannstofn, sem heldur uppi heiminum. En til þess að megin- þorri íslensku þjóðarinnar geti lifað i sveit og lifað vel, þarf aðra lífsskoðun, annan hugsunarhátt, meira vit ok víðsýni en nú er alment til í landinu. Þessvegna þurf- um við uppeldisbætur allra fyrst, en þá aðra skifting á jarðeignum, annað búskaparlag, meiri samvinnu í framleiðslu og verslun. Á þennan hátt byggjum við upp heilbrigt þjóðlíf, að innan, að neðan. Hver sem leggur hönd að því verki, er að gera þjóð- ina sjálfstæða og fullvalda í besta skiln- ing‘- J. J. Skinfuxi stækkiir. Ef til vill sér ritnefnd Skinfaxa sér fært að stækka blaðið nú um áramótin, og að láta það flytja niyndir. Þörfin er mikil, alt af mikið fyrii'liggjandi, og margt ósagt sem félagsmenn þurfa þó um að ræða inn- byrðis. Og stórmikla þýðingu mundi það hafa, ef blaðið gæti flutt myndir af mönn- nm og mannvirkjum, einhverjum þeim mönnum, ungum eða gömlum, sem látið hafa tvö strá vaxa, þar sem áður var eitt, sem hafa gert lífvænlegra að lifa en áður var. Sennilega mundi blaðið þá stækka um helming, en koma út jafn oft og nú, vera mánaðarblað. Kaupendum hefir nú fjölg- að um 75°/0 hin síðustu tvö ár. Von- ast útgefendur blaðsins því eftir, að vel mundi tekið þessari breytingu. Seljalandsfoss. Fagri, Itœri fossinn minn! Einatt sœll í yndi og harmi nndi ég hjá þinum barmi; enn ég lijá þér hugró finn. Seint um fagran sumardag sit ég einn hjá þinurn fótum, eptir þinum öflgu nótum reyni að nema lifsins lag. Stend ég bak við fossins flóð undir hvelfda hamraveggnum; hvíta fallið brosir gegnum aptansólar geislaglóð, sem i gegnum hreina hrygð hugljúf minning sjáist skina. Bifröst sést þar blika, dvína Ijúf og mild sem móðurtrygð. Geng ég norð’r á grœnan stall; — gullnum bjarma sveipast úðinn. Ó, hve fagurt skœri skrúðinn blikar við hið bláa fjall. Eins og silfurörva él ofan bjartir gárar liða liratt og létt i hylsins viða mjallalivita hörpuskél. Sé ég lostið sólarstaf — siðsti er hverfur geisláblossinn — bergtjald lyptast bák við fossinn. Huldu salar sýn m&r gaf: Þjóðarandans þögla dís þrúðga byggir liamrasáli, áUa landsins æðstu hali bekkjar hún þar vœn og vís. Foss! þin liátign hrifur mig. Aukinn þróttur um mig streymir. afl ég finn að sál min geymir, — krapt sem er i ætt við þig. Þú mér kveður þungt og snjalt: Heima muntu hlutverk finna; heill og sœmd er það að vinna, — starfa og helga íslandi’ alt! P

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.