Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 6
78 SKINFAXI stjóra hvern skilning beri að leggja i orð- in „i senn“ i 19. gr. sambandslaganna. — Hvanneyri 22. sept. 1913. Páll Zóplióníasson. 19. g-reinin. Sérhver félagsmaður U. M. F. í. hef- ir málfrelsi og tillögurétt í hverju félagi, sem er innan Sambandsins, án þess að greiða þar nokkur gjöld. Greiði hann fé- laginu lögboðin gjöld, hefir hann auk þess atkvæðisrétt, þó eigi nema í einu félagi senn. Svör: 19. gr. sambandslaganna er eigi vel glögg. En frá minu sjónarmiði er enginn efi á, að höf. gr. hafa ætlað að láta skilja hana svo, að enginn U. M. F. hafi atkvæðisrétt nema i einu félagi hvert gjaldtímabil, árs- fjórðung eða misseri. Vonandi tekst næsta sambandsþingi, að orða grein þessa svo, að hún verði eigi misskilin. J. J. 19. gr. er óljós og verður óefað Iagfærð á næsta sambandsþingi. Fyrsta málsgrein- in er góð og þörf, lætur félagsmenn njóta sambandsins. Síðari málsgeinina skil ég á þann hátt, að samstundis og félagsmaður tekur að greiða gjöld í öðru félagi, þá missi hann atkvæðisréttinn i félagi því, sem hann var eldri í. Virðist mér að greinin ætlist til, að ungmennafélagar geti flutst með þess- um hætti úr félagi í félag, án þess að greiða inngöngueyri. Eigi þetta sér stað á miðju gjaldtímabili, og þó goldið hafi verið fyrir það í tveim eða fleiri félögum, þá upphef- ur síðasta gjaldið, sem goldið er, réttinn, sein hin gjöldin veittu. Og samkvæmt þessu á síðasta félagið réttinn á manninum, hvort heldur er til fulltrúa á leikmót, þing eða annað því um líkt, en hin ekki. 0. M. Félagsmál. Fjórðung'sskiftin. Eins og flestum ungmennafélögum mun kunnugt, liggur fyrir næsta sambandsþiugi að koma nýju skipulagi á fjórðungaskip- unina. Hérumbil óhugsandi má telja, að hún haldist eins og nú er, og nægir í því efni að benda á röksemdir P. Z. hér í blaðinu. Fjórðungarnir eru of stórir; kynningin og samvinnan oflitil, hagnað- urinn hvergi nærri eins og við hefði mátt búast. Reynslan hefir nú bent allmikið í áttina, hvert stefna beri, á þann hátt að sjálfkrafa hafa sprottið upp minni sambönd, innan fjórðunganna, og þessi nýju sambönd eru sniðin eftir eðlilegum kröfum og þörfum fólksins. Merkust af þessum samböndum eru þau, sem myndast hafa á sléttunni milli Hellisheiðar og Eyjafjallajökuls, og báðum megin við Hvítá í Borgarfirði. Þau tvö sambönd virðast svo náttúrleg og sjálf- sögð, að engin deila geti orðið um tilveru- rétt þeirra. Þriðja sambandið gæti hæglega myndast fyrir Reykjavík, og næstu sveitir. Þá er Snæfellsnes, Dalasýsla og Skaftafellssýsla. Seinna meir, getur vevið að hver af þessum sýslum geti verið samband út af fyrirsig, einkum Skaftafellssýsla, því að þar eru all- mörg mjög áhugasöm og efnileg félög nú þegar. Er óskandi, að U. M. F. úr þess- um héruðum vildu segja álit sitt í Skin- faxa, hvernig þeir vilja ráða fram úr skift- unum nýju. Vestfirðir hafa nú myndað samband og verður ekki betur gert en orðið er. En landshættir verða þar mjög til fyrirstöðu. Þegar félögum fjölgar á Norðurlandi, koma þar að likindum upp sýslusambönd, því að svo má heita, að hver sýsla myndi nátturlega heild fyrir sig. Því miður eru

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.