Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1913, Blaðsíða 7
SKINFAXI 79 U. M. F. svo strjál þar ennt að ekki þarf að gera þeim sambönduin skóna að sinni. A Austurlandi liggur fyrirtaksvel við að félögin á Héraðinu taki höndum saman við Lagarfljót á einhverjurn fögrum stað. Þannig munu myndast stærri og minni sambönd víðsvegar á landinu, þar sem nátt- úran leyfir mönnum að taka höndum sam- an til að velta í sameiningu steini úr göt- unni. En hvað líður þá allsherjarsambandinu? munu menn spyrja. Málum þess, sam- eiginlegu málunum, verður að fjölga nokk- uð, þegar fjórðungasamböndin verða að minni heildum. Hinsvegar gæti sambands- þing þá orðið fámennara en öflugra en það er nú. Nægilegt væri þá, að á það kæmi, sem svaraði, einn fulltrúi fyrir hverja sýslu. Samböndin ættu ekki erfitt með að kosta þingsetu svo fárra manna, og þá mætti líka velja þá færustu og áhugamestu í stað þess, að nú verður oft að velja til þingsetu, þá sem staddir eru í Reykjavik. Eins og nú, mundi blaðið verða band- liður milli félaganna. Ennfremur iþrótta- kenslan og fyrirlestrastarfsemin. Ekki þykir mér ólíklegt, að mjór verði mikils vísir með iþróttanámsskeið sunnlendinga- fjórðungs í vetur, að það verði upphaf að öflugu námsskeiði fyrir landið alt. Veturinn fer í hönd; annir minka og tómstundum fjölgar. Vel væri farið, að sem flestir ungmennafélagar vildu segja álit sitt um, hver sé heppilegust breyting á fjórðungsskipuninni. Ung’mennafélög'iii. í Sunnlendingafjórðungi þau sem ætla að fá aðsenda íþróttakennara i vetur, þurfa að róða róðum sinum í þeim efnum hið allra fyrsta, svo að léttara verði að koma á hæfilegu skipulagi. Félögin í Árnes- og Rungárvallasýslu ættu að snúa sér beint tíl stjórnar Skarphéðins, og félögin á Faxa- flóaundirlendinu til stjórnar sambandsins í Borgarfirði, En önnur félög ættu að snúa sér beint til fjórðungsstjórnarinnar. Þar sem sérstök námsskeið verða hald- in, mættu þau varla standa minna en viku i stað, og helst lengur. Engin von er til að eins eða tveggja daga æfing marki nokk- urt spor. Og okkur liggur lífið á að íþrótta- framfarirnar verði engin akta-skrift. Stækkuu — skil. Eins og um er getið annarstaðari blað- inu er í ráði að stækka Skinfaxa. Erþað hvorttveggja að útgefendur og kaupendur finna til þess að hann er of litill, hefir ekki rúmað nærri alt er hann þyrfti og ætti að flytja, og mýmargir kaupendur óskað þess, að hann stækkaði, telja bann gott blað og altaf sé of lítið til af góðum blöðum. Þá er það og í ráði að hann flytji myndir, ekki upp úr öðrum blöðum eins og sum blöð gera, þó það gcti komið fyrir, heldur alt aðrar, aðallega af verkum ungmenna- félaga, þeirra sem framúr skara og náð verður myndum, af efnismönnum og þeirra verkum og öðru því liku. En eins er vænst í sambandi við þessa ráðagerð: að menn standi í skilum um andvirði blaðsins, og jafnvel þó að ekki hafi komið með skilum, — ef menn segja til um vantanir, verður úr þeim bætt. Ef Skinfaxi fær það sem hann á hjá ykkur, þá færist hann í aukana um ára- mótin. Og fylgiritið fá þeir einir, sem gjalda andvirðið i tæka tíð. G. M. Íslandsg'líman var háð hér í Rvík að kvöldi hins 24. sept. eins ug auglýst hafði verið. Annars átti að glíma á ísafirði í vor sem leið, sam- kvæmt ósk Vestfirðinga. En þegar til kom, vildu engir þar taka þátt í glímunni, ein- hverra orsaka vegna. og var henni þá frest- að til hausts og vígvöllurinn færður til Reykjavíkur. En þar tók lítið hetra við. Einir fjórir kappar vildu glíma. Þaðvoru:

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.