Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1914, Page 1

Skinfaxi - 01.11.1914, Page 1
11. BLAÐ REYKJAVÍK, NÓVENBER 1914. V. ÁR Hugrekki. HvaSa góður eiginleiki er dýrmætastur nú á dögum? Menn munu svara á marg- an hátt, nefna ýmsar dygðir; en eg vil nefna liugrekki. En þessi góða dygð er marg- 'hug-Telík'i'11 h^a. Sumir menn eru eink- anlega djarfir, jægar um lífs- háska er að tefla, og hefir tnikil virðing verið lögð á þá dygð, þegar í fornöld. Aðrir menn hafa samhliða því, eða eina sér, þá gáfu sem mætti kalla nndlegt hugrekki. Það lýsir sér í því, að sá sem er gæddur þeirri dirfsku, heldur trygð við stefnu sína og áform, meðan hann er sannfærður um að málefnin eru sönn og góðum dreng samboðin. Lof annara eða last hefir engin áhrif á, hverja Ieið hann velur sér, Um þvílíka menn má alt af vita, hvar þeirra er að leita í fylkingunni, og hvers af þeim er að vænta. En ekki er sú stefna vænleg til almennra vinsælda. Eg man að Eiríkur Magnússon í Cambridge sagði eitt sinn við mig „að mörg illmenni hefðu hatað sig“. Þetta er ofboð skiljanlegt. Illir riienn eru i því eins og annað fólk, að þá langar til að koma í verk áhuga- málum sínum, og þykir mein, ef einhver hefir djörfung til að verða þeim steinn í vegi. Jón forseti vann sitl mikla verk sökum yíirburða hugrekkis. Með gáfum sínum og lærdómi var honum ætíð innan handar að komast í háar, vel Iaunaðar stöður, ef hann hefði viljað hætta að vera talsmaður Islendinga. Hugsum okkur, að Jón hefði skort kjarkinn, gugnað við mótstöðuna og gengist upp við kjötkatlaboð íslandsfénda. Hver hefði orðið árangurinn? Líf hans hefði verið eyðilagt. Meðvitundin um að hafa flúið af hólmi hefði dregið úr starfs- kröftunum. Yonir allra þeirra smælingja, sem treystu honum, hafðu að engu orðið. Og jjjóðin sem hann hafði mátt til að endurreisa, liefði haldið áfram að vera viðjum reyrð og meiðslum marin. En Jóni fórst ekki þannig. Hann var nógu hug- rakkur til að meta meira heill og ham- ingju varnarveikrar jjjóðar, heldur en eigin stundarvelgengni. Það væri mikill misskilning- Hugdirfö ei UJ. ag jla|(^a ag andlegt hug- raauns merki. . ° rekki væn óþarft öðrum en mikilmennum, sem ganga í fararbroddi heilla þjóða. Hugrekkið á við alstaðar, þar sem gott verk er að vinna; enginn er svo lítill eða kraftasinár að hann geti ekki látið mikið gott af sér leiða, ef hann er hugrakkur. A hinn bóginn mun erfitt að nefna eitt einasta dæmi þess, að hug- leysið hafi ekki orðið valdandi óhamingju og minkunnar. Því niiður sýnist glæsilegt fordæmi Jóns forseta ekki hafa haft varanleg áhrif á íslensku þjóðina. Andlegt hugrekki virðist vera í rénun hér á landi, og kemur það sér því ver, sem viðfangsefnin gerast vandameiii og fleiri með ári hverju. En til að skilja þessa hnignun þarf að gæta

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.