Skinfaxi - 01.11.1914, Síða 3
SKINFAXI
131
óska íslensku |)]óðinni góðra gjafa á óska-
stund, þá bæri fremur öllu öðru að biðja
um andlegt hugrekki og karlmannskjark
henni til banda, þvi að án þeirra kosta
eru menn og þjóðir eins og brotinn reyr,
eða strá af vindi skekið.
Heima og erlendis.
Strandg-æsliiu.
Nýlega hefir birst í einu blaðinu átak-
anleg lýsing af landhelgisbrotunum hér
við land. Höf. sannar, að útlend skip
ausa upp of fjár með landhelgisveiðum
hér við strendur landsins, og að danska
varðskipið getur lítið við ráðið, svo sem
öllum er kunnugt. Verður vitanlega ald-
rei úr þessu bætt, fyr en við erum menn
til að taka að okkur strandvarnirnar sjálf-
ir. Nú er þess að gæta, að þingið hefir
fagt góðan grundvöll í þessu máli. Sekt-
ir fyrir laudhelgisbröt renna nú i sérstak-
an sjóð, sem vex með ári hverju. Áður
langt liður kemur sá tími, að hægt væri
aö kaupa einn fallbyssubát, lítinn en nægi-
lega hraðskreiðan, til að skjóta brotamönn-
unum skelk í bringu. Þó myndi einn
bátur ekki nægja. Fjórir þurfa þeir að
vera en þá er líka nóg að gert. Allar
líkur eru til, að því betri sem strandgæsl-
an er, því betur myndi hún borga sig,
bæði af sektum, og þó enn fremur af aukn-
um fiskiveiðum. Fjöldi ungra manna
byrjar árlega á sjómensku, og ætla að
gera þá atvinnu að æfistaríi. Þeir verða,
eins og aðrir menn, að hugsa um og
starfa að viðreisn landsins, og í þeirra
verkahring er nýtileg strandgæsla, unnin
af Islendingun), eitthvert mesta verkefnið,
sem nú þarf að vinna að.
Nýbýlamiílið
komst loksins inn á þingið í sumar.
Flutningsmaður var Jóhann í Sveinatungu.
Hann á þakkir skilið fyrir að hafa hrint mál-
inu áleiðis. Þingið gerði að vísu ekki ann-
að en að leggja til, að gögnum og skýrsl-
um yrði safnað um málib. Sennilega hefir
þess þurft, þvi að engar likur eru til að
„grasbýli“ Jóh. verði að tilætluðum notum.
Af þeim myndi ílestum leiða nokkurskon-
ar húsmenskustétt, sem yrði að leita sér
aukaatvinnu samhliða búskapnum. En
það er ekki þetta sem hér þarf við. Við
þurfum bændur og jarðir, en ekki „hús-
menn“ og grasbýli. Við höfum mikið af
stórum jörðum sem má skifta í tvent eða
þrent. Mörg börn eru á sama bæ. For-
eldrarnir eiga jörðina. En að þeim látn-
um fær eitt barnið föðurleyfðina, þó öll
vildu þau hafa hnossið hlotið. Margbýli
á einum bæ gefst illa, nema væri um
stundarsakir, meðan verið væri að byggja
einu eða tvo bæi í landareigninni og rækta
þar nokkur tún. Þannig mun verða far-
ið að, þegar til landnáms kemur, þar sem
ekki er um stórfelda áveituræktun að ræða.
E. II. um rælctun.
Eins og atlir vita leggur skáldlð E. B.
gerva hönd á íleira en Ijóðagerð. Hann
hefir nýlega ílutt djarfmannlegar kenning-
ar um ræktunarmálið í einu vikublaðinu.
E. B. er stórhuga, svo að allur þorri
manna mun trauðlega fylgja honum alla
götu. Samt eru uppástungur hans hress-
andi. Hann sér, eins og allir sem eitt-
livað sjá, oð hér eru þrír vegir opnir til
að nota náttúrugæði landsins: Að rækta
gras, að veiða fisk, og að hagnýta sér
vatnsaflið til iðnaðar. Um hið siðasttalda
er ekki þörf að tala nú. Ræktunin bygg-
ist nú um langt skeið á þvi, að nota jök-
ulvatnið til áveitu á sléttur landsins, eink-
um á Suðurlandi og í Skagafirði. Til
þess þarf útlent fé, og það vill E. B. fá
hjá Dönum, sem vonlegt er, þar sem hann
hugsar sér, að bandalag og bræðralag liald-
ist til eilífðar milli Islands og Danmerkur.
En frá sjónarmiði þeirra sem ekki vilja