Skinfaxi - 01.11.1914, Side 5
SKINFAXI
133
Sumum mun Jiykja það bæta. Hinir, sem
venjulegri réttritun fylgja, munu varla
geta lagt á pað þyngri dóm en að kalla
það meinlausa sérkreddu. Nokkrar prent-
villur hefi ég rekist á, en aðeins eina, sem
er að meini: bls. 4, 9. línu „þó ekki d
undan ö og e“; á að vera: „þó er ritað
ö og e“.
Skjurður Nordal.
Hvar er skynsemin?
Eg hlýddi einu sinni á tal tveggja
manna. Annar þeirra hefir dregið upp
tóbaksdósir og býður hinum í nefið, og
stærilætið gat hann ekki dulið í svipnum.
„Hvað! Ert þú þá farinn að taka í nefið?“
spurði hinn. Þá svarar sá fyrri: „Ójá. Eg
er að reyna að venja mig á það“.
Við skulum alhuga þetta svar dálitið
nánar. Maðurinn játar það, að hann sé
að reyna að venja sig á tóbakið, með
öðrum orðum, að honum þyki það vont.
Menn skyldu þá ætla, að honum
gengi einhver nauðsyn til. En sú hugsun
reynist þó, við nánari íhugun, að vera
alveg fráleit; enda skýrði svipur og mál-
rómur mannsins mér greinilega frá ástæð-
unni. Það var hégómagirnin, sem neyddi
hann til að nauðga sjálfum sér og takast
á herðar leiða og óþægindi. Þessi undar-
lega tilhneiging sumra manna til þess að
elta dindilinn á öðrum, án nokkurrar
annarar ástæðu. Þannig eru áreiðanlega
margir menn; sem hafa byrjað að neyta
tóbaks aðeins af þeirri ástæðu, að aðrir
gera það. Það er orðinn algengur hugs-
unarháttur heima, að menn fái meiri
mannabrag yfir sig, ef þeir totti vindil-
stubb, eða spýti mórauöu út um annað
munnvikið. Þessi skynsemdarsnauði hugs-
unarháttur er ef til vill það, sem mest og
best hefir stuðlað að því að gera tóbaks-
nautn almenna og balda henni við. Sjá
ekki allir, sem vilja, hve afarsvívirðilegur
sá siður er, sem byggist á öðrum eins
grundvelli: blábeni hégómagirni og ósjálf-
stæði? Hér á dæmisaga Andersens um
nýju fötin keisarans svo undurvel við.
Tóbakssiðurinn er hégómi og lifir á blekk-
ingu. Undrun og lítilsvirðing verður í dómi
þeim, er hann fær af börnum vorum í
framtíðinni. B. B.
Fétagsmál.
Bréfakvöld.
U. M. F. Skeiðamanna lieldur bréfa-
kvöld 6. jan. 1915, og vonast eftir bréf-
um frá sem flestum.
Ungmennafélag Reykjavíkur ætlar að
hafa bréfakvöld 21. febr. 1915, og óskar
eftir bréfum frá sem flestum. Utanáskrift
til ritara félagsins er: Guðmundur Jóns-
son, Grjótagötu 4, Reykjavík.
Skíðaln'uutin.
Þetta ár hafa bæði félögin í Rvík lagt
mikla vinnu og fé i skíðabrautina. Mikið
af stórgrýti innan girðingar hefir verið
sprengt og flutt burtu, og stórt svæði
plægt og sáð í höfrum. Var það ljómandi
blettur í sumar, og þeim til mikils sóma„
sem þar hafa unnið að góðu verki.
Lóðarkaui).
Iðunn og U. M. F. R. réðust í vor sem
leið í að fesfa sér byggingarlóð undir
væntanlegt samkomuhús. Það eru hér um
bil 2000 ferálnir með dálitlum húskofa.
sem gefur af sér um 200 kr. á ári. Blett-
urinn með húsinu kostaði 5000 kr. Stað-
urinn er ágætur fyrir fundahús, nærri
miðbænum, á tanga milli þriggja stræta:
Laufásvegs, Miðstrætis og Skálholtsgötu.
Nýtt sýslusambaud.
U. M. F. í Suður-Þingeyjarsýslu mynd-
uðu samband í haust og komu á föstu