Skinfaxi - 01.11.1914, Side 7
SKtNFAXi
135
Smávegis um filistea.
Ymsir góðir menn halda, að engir menn
séu eins slæmir og Jóh. Markússon, sem
lýst heíir verið hér í blaðinu. Þeim skilst
ekki, að nauðsyn sé að vekja unglingana
til umhugsunar í þessum efnum. Þeir um
það. En skeð getur, ef þeir ættu að borga
þessa bjartsýnu lífsskoðun með nokkur
þúsund krónum, að þá kæmi annað hljóð
í strokkinn.
Lesendur Skinfaxa munu minnast þess,
hvernig Jóh. Markússon ginti tvo bræður,
ölóða, til að ganga í mörg þúsund króna
ábyrgð. Svo liðu fáeinir mánuðir. Þá
fréttist að Jóh. hafði selt öðrum filistea
þessa skuldakröfu fyrir 3000 kr. Sá seldi
öðrum „stéttarbróður“ skjalið fyrir 4000.
Og hann þröngvaði bræðrunum til að inn-
leysa það með 5000 kr., og er sagt að
þeir hafi nú gert það „með aðstoð góðra
vina“.
En Jóh. hefir hröklast burtu úr Grund.
En í sýslunni þeirri eru ýmsir menn í
ábyrgðum fyrir hann, sem nema 50—60
þús. kr. Þvi miður kemur siðar að skulda-
dögunum fyrir þeim mönnum líka.
I borginni Y. eru margir filistear og
hættulegir. En einna skæðastir eru sumir
húsabraskararnir. Þeim hefir tekist að
koma því lagi á, að húseignir þar eru
virtar alt að þvi helmingi hærra en þær
eru verðar. Er það gert til að þær séu
betra veð í bönkunum — og til að villa
ókunnugum sýn. Bóndi nokkur kom til
V. og vildi kaupa hús fyrir góða jörð
sem hann átti. Nú kaupir hann hús fyrir
40,000 kr.; og var það virðingarverð. En
raunar kostaði húsið ekki nema 25,000,
og vissu það allir kunnugir. Hann lætur
nú jörðina á 15,000 kr. upp i Iiúsið, og
var það sannvirði. Þannig losnaði bónd-
inn við stórbýli þetta fyrir ekki neitt.
Hngsandi menn
kanpa bækur og lesa.
Yér útvegum hverja ])á bók, sem fáan-
leg er innan lands og utan, og sendum
bækurhvert á laud sem vera skal. Send-
ið oss pantanir yðar.
Bókaversl. Sigfúsar Eymundssonar
Reykjavik.
íslandi alt!
Hver þjóðrækinn maður
— karl og kona —
notar f'remur framleiðslu sinnar eigin
þjóðar, en annara.
klæðaverksmiðjan í Reykjavík, er
alíslenskt iðnaðarfyrirtæki, er fram-
leiðir lialdgóða og ótlýra dúka
og prjónaband, eingöngu unnið ur
ísleEskri. ill.
Sýnið í verkinu:
íslandi alt!
Ungmennafélagar! Látið þá sem
auglýsa í Skinfaxa, sitja fyrir viðskiftum
að öðru jöfnu.
1. og 5. tbl. af I. ári og 1.—8. bl.
af III. ári Skinfaxa eru keypt háu verði á.
afgreiðslu blaðsins.