Skinfaxi - 01.01.1915, Side 7
SKTNFAXI.
7
stjórnarráSsins, það, sem getið var um í
greininni „Merkileg ráðstöfun“ í nóv.blaði
Skinfaxa.
Þegar skólastj. las bréf þetta upp i 4.
bekk skólans nú í vetur, yfir nýkomnum
nemenduni, virtist þeim, eftir orðum hans,
sem undanþága yrði mjög torsótt, enda
hefir það vafalaust verið áformið „á hærri
stöðum“ þar sem bréfið var skrifað. En
við ritstj. Skólabl. mun skólastj. hafa tekið
mjög lipurlega í rnálið; má jafnvel búast
við að þessari vitlausu reglu verði ekki
beitt til muna meðan G. Z. nýtur við. En
engin réttlæting er það ákvæði þessu, þó
að dugandismenn vilji eigi hlíta því.
Grein fræðlumálastjórans sannar áþreif-
anlega yfirdrottnun Rvíkur í mentaskólan-
um. Hérumbil tveir þridjungar af öll-
um nemendunum eru úr Rvík. Og í þeirri
deildinni þar sem aldurstakmarkið er sett
að óskum höfuðstaðarins eru einir 10
utanbæjarpiltar móti áO Rvíkingum. Ef
stjórn skólans tekst að koma á 18—20
ára aldurshámarki í 4. bekk, þá verða að
jafnaði 10—20 utanbæjarnemeudur í skól-
anum, af 1G0—180. Það væri þess vert
að athuga, hvaða samrænii er milli and-
ríkis og gáfna innborinna Reykvíkinga og
þeirra hylli, sem landstjórnin sýnirbænum,
með mentamála fyrirhyggju sinni.
Samband þingeyskra ungm.fél.
Samkvæmt tilmælum „Skinfaxa“ skal eg
í fáum dráttum skýra frá tildrögum og
stofnun sambandsins.
Undanfarið liefir lítið borið á ungmenna-
félagsskapnum í Þingeyjarsýslu, út á við.
Félögin þar hafa ekki verið i neinu sam-
bandi, hvorki Norðlendingafjórðungs né
Ungmennafélags íslands, og geta því naum-
ast talið sér mikinn skerf af því starfi,
sem samböndin hafa til leiðar komið.
Sum af þeim voru til orðin og farin að
starfa áður en ungmennafélagshreyfingin
varð alment kunn hér á Iandi.
Heima fyrir hafa þau unnið að nýtum
framkvæmdum, hvert á sínu sviði: t. d.
stofnun heyforðabúra, styrktar- eða sjúkra-
sjóða í hreppunum og gróðurreita á stöku
stöðum. - Auk þess hafa þau stutt að
íþróttum (sundkenslu o. fl.) og staðið fyrir
skemtisamkomum ísveitunum, styrkt bóka-
söfn í sveitum o. s. frv. Þetta eru spor
í rétta átt; bera góðan árangur; en skorti
þó sameiginlega stefnufestu.
A búnaðarnámsskeiðinu, sem haldið var
á Breiðumýri í apríl 1914, ákváðu nokkr-
ir ungir menn að mynda samhand með
ungmennafélögum sýslunnar til að bæta
úr þessu og „sameina starfskraftana11.
Stofnfundur sambandsins var haldinn á
Breiðumýri 31. október síðastl.
Mættu þar fulltrúar frá 10 ungmenna-
félögum úr öllum hreppum sýslunnar að
einuin undanskildum (ídateyjarhreppi). Á
fundinum gengu 6 félög i sambandið, en
4 félögin ákváðu að gera greín fyrir inn-
göngu sinni fyrir nýár 1915 — og munu
þvi nú orðin 10 félög í samb. með c. 450
— 500 félagsmönnum alls.
Þá var og komið skipulagi á sambandið
og kosnir þrír menn í stjórn þess.
Ákveðið var að halda iþróttanámskeið
á Breiðumýri á útmánuðum í vetur, er
stæði yfir alt að því hálfan mánuð. Og
ennfremur alment iþrótlamót og héraðs-
samkomu næsta vor.
I byrjun verða iþróttirnar aðalstarf sam-
bandsins, iðkaðar innan félaganna og á
sameiginlegum iþróttamótum fyrir alt hér-
aðið. En jafnframt heflr það opinn faðm-
inn fyrir hverju nýtu áhugamáli, sem í
sannleika eflir þroska einstaklingsins and-
lega og efnalega og glæðir menningu þjóð-
arinnar. Þetta er kjarninn í stefnuskrá
sambandsins, ásamt því að auka samvinnu
og samúð æskulýðsins í sýslunni. — Fyrst
verður að ná fótfestu heima á sínu starfs-
sviði, gera þar varanlegan grundvöll —