Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1915, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.1915, Blaðsíða 6
30 SKINFAXI — sem snertu mig óþægilega heldur það, sem lesa mátti milli línanna. í sambandi við aukna framleiðslu talar höf. um upp- •eldið og segir: „Við þurfum að ala upp duglegt starfsfólk“ og af því sem hann skrifar um þetta „fólk“ í greininni og til- lögum hans um að spara sem mest fjár- framlög til alþýðumentunar, má sjá, að höf. og skoðanabræður hans álíta ekki mjög nauðsynlegt. að alþýðan sé svo vel að sér, þroskuð og hugsandi, að hún geti ráðið fram úr vandamálum sínum og dæmt um, hvað fram fer í landinu. Þessir menn álita langt um nauðsynlegra að „fólkið“ fram- leiði sem mest, svo að embættismenn og aðrir sjálfkjörnir foringjar lýðsins geti Iif- íið sem þægilegustu lífi og ráðið sem mestu.“ Frá félagsmönnum. €ruðmundur Hjaltason er nýlega kominn úr fyrirlestraferð um Vestfirði. Var hann þar að nokkru Ieyti að tilhlutun sambandsins vestfirska. Nú leggur hann af stað austur í Skaftafells- sýslu, og býst við að verða í þeirri för fram í byrjun maímánaðar. Kemur hann þá með skipi frá Hornafirði eða Djúpavogi. Dóra Þórhallsdóttir biskups er nýkomin heim frá útlöndum. Hefir hún mestmegnis dvalið i Svíþjóð. Er það gleðiefni, að unga fólkið veit æ bet- ur með ári hverju sem líður, að ekki eru allir fjársjóðir menningarinnar faldir í Dan- mörku. Sig-urður Gíslason sem tvisvar hefir verið iþróttakennari Sunnlendingafj., vann um jólaleytið verð- laun fyrir afburði í glímu. Kappglíma sú var háð á Hvanneyri. Guðmundur Kr. Guðmundsson, iþróttamaðurinn góðkunni, verður að öll- um likindum kennari við námskeið það, sem samband þingeyskra ungm.fél. ætlar að halda að Breiðumýri á útmánuðum í vetur. Guðmundur er manna fjölhæfastur i íþróttaleikni. Mundi vel af stað farið fyrir S. Þ. U., ef það fengi hann fyrstan aðkominna starfsmanna. Vöxtur og við- gangur þessa nýstofnaða sambands er mjög þýðingarmikill fyrir ungm.fél. i vestursýsl- ENSKUBÁLKUR. King: Lear. Act II. Sc. 1Y. That sir which serves and seeks for gain, And follows but for form, Will pack, when it begins to rain And leave thee in the storm. But I will tarry; the fool will stay, And let the wise man fly: The knave turns fool that runs away; The fool no knave, perdy. Shakespeare. Lear konung-ur. Anuar akt, fjórða scna. Hver maður, sem þjónar þér fyrir fé, Hann fylgir en reynist ei trúr: Við storm og rigning harm stelst í hlé, Þú standa munt einn í skúr. Þó vitringur flýi, sig fíflið ei býr Til flótta, það veit eg grant; Að fífli sig gerir sá fantur, er flýr, En fíflið ei gerir sig fant. Stgr. Th. þýddi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.