Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 3
SKINFAXÍ 107 hafi, þá ertu þó réttstœður, meðan hann hefir knöttinn. 2. En rangstæöur erlu, ef samherji ]jinn var fjær mótherjaendamörk- um og þú tœpstaddur í því sama bili, er hann yarð knatthafi, og ertu þá rangstæður alla ])á stund, sem hann er knatthafi, hvort löng er eða skömm, og hvað sem annars gerist i leiknum, (mátt ekkert eiga við knöttinn, fyr en einhver annar er orðinn knatthafi). llndanþágur frá réttstöðukvöð- inni: Þú verður ekki rangstœður, þótt þú sért tœpstaddur í því bili, er samherji gerist knatthafi hak við þig (fjær mótherjaendamörkum): a. ef knatlhafinn er hornspyrnu- niaður þíns flokks (spyrnir af mót- herjahornteig, og þú færð knött- inn beina Ieið frá honum). b. ef knatthafinn er mai’kspyrnu- maður þíns flokks (spyrnir af ykk- ar markteig og þú fær knöttinn beina leið frá honum). c. ef þú ert d þínum vallarhelm- ing í því bili, er einhver samherji hakvið þig gerist knattliafi. XII. I. Hvcrnig kncttinum er icikið. I. Spyrna (fótspyrna — kicking) er aðalaðferðin. 2. Skalli (kollspyrna — heading). 3. Varp (throwing), knettinum hent með báðum höndum (forréttindi markvarðar; þá er og innvarp af hliðarmörkum). 4. Slag (handspyrna — fisting), knött- urinn sleginn með hnefa eða lófa (forrétt- indi markvarðar). II. Rckstur (dribbling), að reka knött- inn undan sér, hlaupa með hann á tán- um — á harða spretti! Einn mestur vandinn og fegursta listin i knattspyrnu. Vöskum knattreka (dribbler) er frægðin vís. Jaðarmenn ættu allir að temja sér rekstur. Varastu síngirni! Ræktu skil- semi og samvinnu. III. Scndiug (passing), að skila knett- inum, senda hann til samherja, (sem stend- ur hetur að vígi): Annar stórvandi og framavegur; það vinst ekki nema með löngum vana, að meta rétt færið, svo að knötturinn komi þar niður, hjá þeim sam- herja, sem til er œtlað. Vaskir sendi- menn geta sér jafnan frægðarorð. Góðir skilamenn verða allra manna vinsœlastir meðal leikmanna. IV. Skot (Shot) er það kallað að spyrna lil marks, og vandinn að láta ekkert skot- færi ónotað. Annar vandi, að skjóta fim- lega, svo að markvörður fái ekki varast, og vera beinskeytur(\áia. ekki skotiðV/efgraJ, svo að knöttnrinn fari ekki yfir ás eða utan súlna. Þverskot (Crossshot) er þáð kallað, ef knettinuin er spyrnt hátt, miðað rétt undir þvertréð (markásinn — Cross- bar). Sérstök list í Ieiknum að vera góð- ur skotmaður. V. Atsókn, álilaup (tackling) er það að sækja að mótherja (á hlaupi) til að ná af honum knettinum (Sœktu hann! Sœklu hann!) og „elta hann eins og hundur“ ef það tekst ekki strax að ræna hann knettinum; þeim hentast sem fóthvat- astir eru og hugrakkastir. Vaskir atsóknarmenn (áhlaupsmenn) og snarráðir eru nýtustu menn í leik. Hver knattspyrnumaður ætti að leggja sérstaka stund á einhverja af þessum leik- listum, Ieita sér frama i því, að verða góður knattreki, sendimaður, dhlaupa- maður eða skotmaður. Það verður hverjum að list, sem hann leikur. XIII. Frumspyrnur.* I. lI]>phafsspyrna(„kick-oíT“) er miðju- * Sjá „Enskt og íslenskt knattspyrnumál" í knnttspyrnulögum í. S. í.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.