Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 5
SKINFAXI. 109 sama strenginn. Við getum ekki neitað ]jví, að við ráðumst ekki með annari eins ósérplægni á björgin í Skiðabrautinni, eins og gert var fyrir nokkrum árum, iþrótta. æfingarnar eru færri og mikið af starfsemi félagsins gengur út á það að halda því við. sem áður var til stofnað. Timarnir breytast og mennirnir með, og þá ekki hvað síst áhugamál þeirra og hvergi eru breytingarnar örskreiðari á voru landi en hér i höfuðstaðnum. Það sem efst var á baugi fyrir 10 árum er nú úr- elt og fornfálegt og margt af því, sem nú eru brennandi áhugamál hafði þá í einskis manns huga komið. Lifsskilyrði bæjarbúa voru gjörólík, andi bæjarlifsins allur ann- ar en nú er, og mér finst það óhrekjandi að jarðvegur fyrir ungmennafélagsskapinn hafi til muna spilst héribænum. —Þessa ber að gæta þegar dómur er lagður á við- gang U. M. F. Reykjavíkur, eða annara líkra félaga. Ef hægt er að segja að ung’ mennafélögín hér i Reykjavik hafi framið nokkra dauðasynd, þá er hún sú, að þau hafa ekki verið nógu framsýn, ekki nógu vakandi á verði gegn nýjum spillingaáhrif- um utan að, þau hafa ef til vill unnið fullmikið með höndunum, svo að þeim hef. ir hætt við að hugga sig við það, að tals. vert væri nú að gert. Verkaréttlætishugs- unin hefir jafnvel smeygt sér inn í okkar hóp og fölskvað eldinn á hugsjónaaílinu Þar sem hún kemst að, hættir mönnum við að byrja á turnunum, af því að þeirra gætir meira en undirstöðunnar, sem höllin á að hvila á. U. M. F. Reykjavíkur hefir að sönnu al- drei gefið þessari hugsun beinlínis byr und. ir vængi með starfsemi sinni. En hin eigingjarna ánægja með sjálfan sig og til. hneigingin til að láta bera sem mest á þvi, sem maður sjálfur er á einhvern hátt riðinn við, hefir verið of rík hér í bænum, til þess að sneiða með öllu framhjá vé- böndum okkar. Hún varð okkur til tjóns þvi þegar fyrirtækin, sem félagið Iagði á gerfa hönd voru orðin svo mörg, að starfs- þolið entist ekki til að bæta við nýjum eða afreka svo miklu að neinn verulegur munur sæist á, þá tók áhuginn að þverra og nokkrir tóku að draga sig í hlé með kinnroða, sökum þess þeir að urðu að hverfa frá hálfunnu verki. Eg hefi ekki búið mig undir að rekja sögu félagsins, sem þó hefði átt vel við að þessu sinni. En eg verð að láta mér nægja að benda á einkennilega hætti í sögu þess. Nokkrum árum eftir að félag- ið var stofnað var um nokkurra ára bil sannkallað harðæri í viðskiftalífi og atvinnu- vegum þessa bæjar. Á þeim árum stóð hagur félagsins með mestum blóma. Þá var eins og því væru allir vegir færir. Þá var árlega varið stórfé og mikilli vinnu til skíðabrautarinnar, þá var sundskálinn bygður, þá var bókasafnið stofnað, sem ennþá er félaginu tit sóma, og á þeim ár- um var stofnaður húsgerðarsjóðurinn. Þá var félagið fremsta iþróttafélag bæjarins og átti miklum vinsældum að fagna hjá öll- um stéttum. Nú á síðustu árum hafa verið veltiár fyrir bæinn, hvað atvinnuvegi og efnalega velmegun snertir, en þá getur ungmenna- félagið ekki ráðist í neitt, sem teljandi sé Hvernig stendur nú á þessu? Eg held menn geti áttað sig á því, ef þeir ihuga það, að þá gátu menn ráðist í stórfyrirtæki, án þess að íhuga til hlítar hve miklum erfiðleikum það væri bundið, að leiða það til lykta, og menn gátu unn- !ð svo og svo mikið, án þess að spyrja að því, hvað sú vinna gæfi í aðra hönd. Nú er hver stund metin til fjár og tíminn er vafalaust nfiklu dýrmætari en hann var þá. Fórnfýsi félagsmanna í fjárframlögum hefir ekki gengið til þurðar, þótt ávalt vaxi erfið- leikarnir á því að fá næga starfskrafta handa þvi, eftir því sem annríkið vex í bænum, Þegar því U. M. F. Reykjavíkur litur yfir þenna 10 ára feril og vill af honum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.