Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 7
SKINFAXt 111 meðan jörðin var lokuð. Við þessi efna- skifti vex frjómagn jarðvegsins líkt og við mikinn áburð. Sú röndin af grassverði plógstrengsins, sem upp snýr, verður rækt- arleg og vaxin dökkgrænu töðugresi, svo að eftir fáein ár sýnist plóglandið samfeld grasbreiða, þegar litið er yfir það Þá er herfað snemma vors, og flagið gert egg- slétt. Grastæjurnar dreifðast um alt ílagið, og hið sama ár er það algróið þéttu tún- gresi. Mátti nú þegar sjá góðan árangur af þessari ræktunaraðíerð í Vallanesi. Og ýmsir búfróðir menn, sem eg hefi spurt um þessa ræktunaraðferð, álíta, að mikils megi af henni vænta við útgræðslu tún- anna og nýbýli. í g-réðrarstöðiniii. Gróðrarstöðin á Akureyri er einhver ánægjulegasti blettur á landinu. Þar eru gerðar margar stórmerkilegar tilraunir með trjá- og grasrækt. Hvergi hér á landi hefir á jafnfáum árum vaxið undir manna hönduin jafnmikið af fögrum og hávöxn- um trjám, reyni, björk og barfelli. Bar- fellirinn sýnir þar, að hann þolir íslensku vaxtarskilyrðin ágætlega þótt útlendur sé. Virðist alt of lítið gert að því. að gróður- setja þá trjátegund í skrúðgörðum heima við bæina. Barfellirinn er sígrænn, bein- vaxinn og fallegur álitum á öllum tímum árs. Björkin og barfellirinn þurfa að slá hring um hvert býli í bæ og sveit á land- inu. Jakob Líndal gróðrarstöðvarstjóri segist mest óttast sauðféð og þó einkum geitpeninginn, þegar hann hugsar um trjá- rækt hér á landi. Það sé ómögulegt að koma upp myndarlegum trjágarði, nema að hann sé algerlega friðaður fyrir öllum ágangi. En það reynist erfilt að verjast sauðfénu, en þó séu geiturnar hálfu verri viðskiftis. Þetla er því bagalegra, sem geitur eru eiginlega nauðsynleg húsdýr i sumum kauptúnum, þar sem ekki er kúa- land. En þá er að vanda girðingarnar þvi betur. Skilvísa kaupendur Skinfaxa þarf ekki að minna á að gjaldtlag'i blaðsins var 1. júlí. Flest ungmennafélög, sem reynt hafa að koma upp trjágörðum við fundarhús fjarri bæjum, hafa gefist upp við það. Trjágarðarnir þurfa stöðuga umhyggju, og eru best komnir heima við bæinn. ífý ræktunaraöferö. Ein sú nýung sem mér þótti einna mest um vert í Gróðrarstöðinni nyrðra, var dálítil áburðartilraun sem Líndal hefir gert og sýndi mér að nokkru. Eig- inlega var hann ekki fullbúinn og myndi eg því varla hafa minst á hana, ef eg hefði ekki orðið var við að einn athugull bóndi í Borgarfirði hefir komist að sömu niðurstöðu. Jakob segir, að hve vel sem farið sé með áburðinn, sem kastað eryfir túnin, komi hann þó ekki að fullu gagni — síst á Norðurlandi, þar sem stundum kem- ur ekki dropi úr lofti allan vortímann. Áburðurinn liggur skraufþur á túnunum, og sum efnin berast burtu við uppgufun. Ráðið þar við að koma áburðinum of- an í jörðina. Tilraun Líndals er sú að skera ofan af í túni, t, d. einum fimta hluta þess og bera undir þökurnar allan áburðinn, sem annars hefði farið á túnið, og bera síðan ekkert á Jiennan blett í fimm ár. Taka þannig vissan part af túninu fyrir árlega. Með þessu móti færi lítið eða ekkert af áburðinum til spillis. Taðan yrði alveg hrein. Túnin yrðu smám* saman alslétt og mætti vinna þau með vélum. Endursléttun 4. 5. og 6. hvert ár (lengd timabilsins ekki ákveðin enn með fullri vissu) yrði fremur auðveld, tekið of- an með plógi, og áburðurinn settur i far- ið jafnóðum og strengurinn síðan lagður í farið aflur. Með þessari aðferð myndu túnin haldast jafnslétt. Og gróðurmagnið virðist verða miklu meira en með gamla laginu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.