Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.09.1916, Blaðsíða 6
110 SKINFAXl. Iæra, hvernig starfa skuli framvegis, þá væri ]iað skammsýni aS nema staSar viS þaS, aS óska þess aS ástandiS yrSi aftur eins og þegar best gekk i félaginu. ÞaS þarf aS breyta starfseminni, eftir því sem ástæðurnar breytast. Því meir sem annríkiS aftrar mönnum frá aS vinna aS verklegum framkvæmdum út á viS, því meiri þörf er á aS auka hugsjónaglæSurnar í brjóstum einstakling- anna, fá þá til aS beita eldmóSinum viS þau störf, sem þeir ganga aS. Geti félag- iS orSiS þess valdandi, aS einstökum mönn- um aukist dugur og drengskapur, þá er ranglátt að telja félagiS i afturför, þótt dagsverkunum fækki í Skíðabrautinni. Eg ætla ekki að kveða upp neinn dóm um þaS, hvort starfsemi U. M. F. R. síð~ ustu árin gefur nokkra ástæðu til að vænta framfarar í þessa átt. Eg veit að menn greinir á um það, og hjá því verður ekki komist, að vinsældirnar minki, þegar sýni- legir ávexstir félagsstarfseminnar minka> En eitt er vist, að enn eru margir til, sem ófúsir mundu að standa yfir moldum þessa félags, og þeir munu taka undir með mér, Jiegar eg óska því allrar blessunar á ókomn- um tíma. Þeir hafa fundið, að það eru ekki dagsverkin í Skiðabrautinni, eða aðr- ar framkvæmdir eingöngu, sem laða huga þeirra að félaginu. Þeir munu ekki efsat um, að slíkar framkvæmdir aukast, þegar félagsstofninn er því vaxinn að bera svo áberandi ávexti. Stþ. G, Heima og erlendis. Velgcngrni og hugsjónir. Á sumum stöðum á landinu eru ung- mennafélögin nú tæpstaddari en þau voru fyrir nokkrum árum. án þess að nokkur sjáanleg ástæða hafi verið lil bnignunar- innar. Ymsar getur hafa menn þó leitt að, hvað valdið hafi þessari breytingu. Það hefir verið bent á þolleysið alkunna, sem einkennir Islendinga, einkum í félags- málum. Ef stungið er upp á einhverjum félagsskap, hlaupa menn upp til handa og fóta, og i byrjuninni gengur alt með járnbrautarhraða. En eftir stutta stund er áhuginn að mestu kulnaður og botn- inn dottinn úr öllu saman. Þetta þolleysi er hraparlegur ókostur og hefir komið mörgu illu til leiðar. Onnur félagsdrep- andi ástæða er sú, sem St. G. niinnist á í afmælisræðu sinni. Velgengni manna er aS aukast, kaupið aS hækka, atvinnan að vaxa. Við það lærist mönnum „að tíminn er peningar“, og verða ófúsari til að fórna svo dýrmætum varningi á altari félagsskaparins. Ef þetta reynist rétt að vera, er það ískyggilegt fyrir andlegar framfarir i Iandinu. Því meiri peningar, því minni hugsjónir! Jaðar. Vallanes er einhver besta og fegursta jörðin við Lagarfljót og gamalt höfuðból. Þar býr síra Magnús Jónsson, bróðir þeirra dr. Helga grasafræðings og Bjarna frá Vogi. Magnús hefir keypt part af Valla- nesi og reist þar myndarlegasta nýbýlið, sem til er á landinu. Guðm. landlæknir befir skírt það Jaðar, því að landeignin er dálítil rönd meðfram Lagarfljóti. Ibúð- arhúsið er mikið og vandað, úr steini, og öll önnur bæjarhús í annari steinbyggingu. Myndi bær þessi varla kosta minna en 70,000 kr. ef hann væri í Reykjavík. Við bæinn hefir síra M. J. látið plægja 36 dag- sláttur af óræktarflagmó, og ætlar að gera að túni með nokkuð nýstárlegri aðferð. Hann segir að likur séu til að rækta megi slíkt land án áburðar. Galdurinn er þessi: Flagmórinn er plægður, og plóg- landið síðan látið liggja óhreyft í nokkur ár, 4—10 eftir jarðlaginu. Loft og vatn leika um plógstrengina, og valda miklum efnabreytingum, sem eigi gátu orðið áður,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.