Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.01.1917, Side 1

Skinfaxi - 01.01.1917, Side 1
1. BLAÐ REYKJAVÍK, JANÚAR 1917. VIII. ÁR. y y Nýja árið. Dökka bliku heíir nú dregið upp í suð- uratt. Hernaðurinn gerist með hverjum mánuði grimmari suður í löndum. Og smáþjóðin islenska er í liættu stödd, eins og maður á veikum bát, sem berst við að ná landi i ofviðri og dimmu. Hingað til hefir stríðið fremur gert íslendingum gagn en tjón efnalega. Nú eru líkur til að þetta breytist skynditega. Aðilutningar eru hindraðir. „Fjöreggin“ innilokuð á ein- hverju mesta hættusvæðinu; hvergi óhult að sigla um höfin, og líkurnar mestar i þá átt, að þröngt verði í búi með aðflutt- an varning, en helsli markaðurinn lokað- ur meir en til hálfs fyrir íslenskum vör- um. Þjóðin getur eftir öllum veðramerkj- um gert ráð fyrir tveggja til fjögurra miss- ira harðindum. Á þessum hættutíma eiga ungmennafé- lögin að gera ákvörðun um nýtt slarfs- tímabil. í vor á að halda sambandsþing og kjósa stjórn, ef til vill nýja að ein- hverju eða öliu leyti. Sennilega verður þá og einnig breyting á með ritstjórn Skinfaxa og fleira félögunum viðkom- andi. Sú breyting, sem mörgum áhugasöm- um félagsmönnum væri mjög að skapi er á þá leið, að yfirstjórn félaganna væri þann veg háttað, að sambandsstjóri verði fyrst og fremst ritstjóri blaðs- ins og þar að auki allmjög á faraldsfœti milli félaganna þ. e. a. s. flytti fyrirlestra og væri kennari á íþrótta* námsskeiðum, þar sem þvi yrði viðkomið o. s. frv. Stórmikið væri unnið við þá breytingu. Blaðið yrði nær lesendunum, þegar ritstjórinn þekti persónulega mikinn fjölda þeirra, heldnr en unt er með þvi skipulagi, sem hingað til hefir verið fylgt. Og sá maður, sem þann veg færi með vald félaganna, yrði stöðugt fyrir áhrifum utan að, fyndi hvar skörinn krepti, og gæti betur, en nú er unt, ráðið fram úr vandkvæðum, sökum niikils kunnugleika og þess, að orð hans skrifað eða talað, kæmi á réttum tíma á rétta staði í land- inu. En því miður eru lalsverðir örðugleik- ar við þessa breytingu. Hingað til hafa sambandsstjóri og ritstjóri baft mál sam- bandsins í hjáverkum, og fyrír lítil eða engin laun. En ef sami maður væri sam- bandsstjóri, ritstjóri og fyrirlestramaður yrði hann að vera fastur starfsmaður sambandsins og launaður af því. Til þessa starfs væri ekki auðfenginn maður. Hann yrði að vera góður félagsmaður, hagsýnn um sambandsmál og stjórnarúrræði, rit- fær og vel máli farinn. Helst líka nokk* ur íþróttamaður. Frernur fáir menn upp- fylla slík skilyrði. Og þó svo væri, þá er ekki víst að þeir heppilegustu væru fáanlegir. Til vetrarferðanna eru margir menn ófúsir, einkum er til lengdar lætur, og mun það að líkindum reynast einhver bagalegasta hindrunin. En eigi má setja það svo mjög fyrir sig. Gamla fyrirkomu- lagið hefir ekki reynst allskostar heppi- legt. Það er helst til þungt í vöfunum.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.