Skinfaxi - 01.05.1917, Blaðsíða 3
SKINFAXI
35
sem |>au líða með ónógu og slælegu
eftirliti lögregluvaldsips. Enn meira í það
varið, að koma í veg fyrir lögbrotin, en
að ganga vel fram í uppljóstrun og refs-
ingu fyrir framin brot.
Minkunnin engin að halda þessu atriði á
stefnuskránni meðan þess er enn þörf.
Hitt væri minkunn, að yfirgefa málið á þessu
stigi, og sleppa úr hendi sér þessum mögu-
leika til verndar lögunum.
Önnur röksemdin er sú, að peir df fé-
lagsmönnum. tem kynnu að brjóta bann-
lögin, verði þá brotlegir við tvenn lög.
Það er vafasamt, að brot gegn einhverju
ákvæði vaxi við það, að við því liggi tvö-
falt bann. — Bindindisstarfsemin hefir
jafnan haft þá áhættu í för með sér, að
einhverir kynni að brjóta heit sitt. Slíkt
hefir aldrei verið talin gild ástæða, til þess
að láta þá starfsemi falla niður.
Þriðja röksemdin er sú, að þeír sem
brjóti bannlögin, brjóti < kki siður bind-
indisheit sitt.
Nú hafa andbanningar haldið því að
mönnum óspart að bannlögin séu þvingun-
arlög, sem eigi ekki rétt á sér. Þessir
menn, sem er svo ant um heiður þjóðar-
innar, að þeir telja bannlögin óhæf vegna
brotanna, eggja menn í öðru orðinu óbein-
línis til lögbrota. Því miður hafa þessir
falskennendur haft áhrif. Siðferðismeð-
vituud margra gagnvart lögunum er skert.
Margir, sem teldi það minni samviskusök
að brjóta bannlögin heldur en bindindis-
heit sitt.
Fjórða röksemdin er sú að bindindis-
lieitið hamli mörgum góðum manni
frá því að gonga í ungmennafélögin
og þannig tapist miklir kraftar fráfé-
lagsstofnuninni.
Varhugavert er að láta það ráða of
miklu um val starfsmála, hvoit Pétur eða
Páll muni verða þeim fylgjandi eða ekki.
Hér er að ræða um stefnuskráratriði, sem
U. M. F. í. hafa haft frá öndverðu. Það
er ósanngjarnt að ætlast til þess, að þau
nemi það burt fyr en tími er til kominn,
þótt örtair menn heimti það.
Hverir eru þessir menn, sem bindind-
isheitsins vegna geta ekki gengið i U. M.
F. I? Er ekki eðlilegast að álykta, að
það sé þeir, sem gæti þá síðar samvisku
sinnar vegna brotið bannlögin? Og er
ekki bindindisþörf í landinu meðan slíkir
menn eru til ? Hinsvegar, sé því ekki
þannig varið, hvað harnlar þeim þá frá
því að vera í bindindi, félagsskaparins
vegna annarsstaðar i landinu, þarsemþess
er meiri þörf? Minsta krafa, sem hægt
er að gera til félagslyndis manna er sú,
að þeir hliðri til félagsins vegna um það,
sem er þeim á engan hátt meinlegt. Við
verðum jafnvel að hugsa svo hátt, að geta
fórnað miklu vegna félagsskapar og sam-
vinnu.
* *
*
Þörfin fyrir bindindisstarfsemi í landinu
er enn ekki upphafin, og afnám bindind-
isheitsins enn ekki tímabært. — Meðan
vín flóir í næstu löndum og fiskimið okk-
ar eru full af erlendum skipum, þar sem
flöskustútnum er stungið upp í munn ís-
lenskra ungmenna, er enn full þörf bind-
indisstarlsemi í landinu jafnvel þó bann-
lögin væri vel vernduð og þeim hlýtt.
Jönas Þorbergsson.
Heimilisiðnaðarnámskeið.
(Frh.).
En hugsum okkur nú þessa iðjusemi á
aðra leið. Hugsum okkur að með þessu
móti væri hægt að kenna hverjum ung-
ling á landinu iðjusemi, svo að hver
maður kynni að færa sér í nyt alla þá
tíma, sem afgangs yrðu frá dagleguin störf-
um og sem eigi væri heldur varið til
nauðsynlegrar hressingar.
Hvað mundi þá grajðast mikið?