Skinfaxi - 01.05.1917, Blaðsíða 4
SKINFAXI
36
Fyrst og fremst lœrtúi þetta mikilvæga
atriði, að nota tímann. Við græddum
tíma, hver veit hvað mikinn, sem ann-
ars mundi fara til ónýtis, að ekki sé verra
sagt. Um leið yrðu unnir allmargir
hlutir, sem orðið gætu að eign hvort held-
ur þeir eru átlir af þeim sem unnið hafa
eða seldir eða gefnir. Við þetta ættu þá
einnig að geta sparast allmiklir peningar,
því þessir hlutir ættu auðveldlega að geta
komið í stað margra þeirra smáhluta, sem
nú eru keyptir fyrir ærna peninga frá út-
löndum, og ýmist notaðir til prýðis eða
nytsemdar.
Auk þessa mundi þessi starfsemi kenna
miklu betur en nú er litið á, hvers virð1
er að geta sjálfur veitt sér það sem menn
langar til að hafa í kringum sig. Það
mundi á sama hátt auka fjölbreytni og
tilfinningu manna fyrir því sem fagurt er
og vel væri gert kringum þá, ýta þeim
sjálfum til , að stuðla að því. Og mun
betur mundi þetta innræta mönnum gildi
þess,|sem heima væri unnið og íslenskr■
ar vinnu yfir höfuð. Enn er eitt atriði
ótalið. Margir glöggsýnir menn líta nú
orðið svo á, að þess sé orðin mikil þörf,
einkúm þó í kaupstöðunum, að fá einhver
holl og góð viðfangsefni, sem dragi athygli
barna og unglinga að sér og forði þeim
um leið frá ofmiklum solli og ýmsum ut-
anaðkomandi, miður heilbrigðum áhrifum.
Skólarnir einir reynast þar ekki fullnægj-
andi. Börnin geta ekki altaf verið í þeim
og heimilunum gengur misjafnt að hafa
nægilegt eftirlit á framferði barnanna. I
þessu á heimilisiðnaðurinn einnig að geta
orðið eitthvert besta meðalið.
Eg get ekki annað ætlað en að það,
sem eg nú þegar liefi reynt að taka fram,
og sem eg held að með réttu megi teija
heimilisiðnaðinum til kosta, sé nóg til að
sýna, að heimilisiðnaðurinn sé þess verð-
ur, að hann sé studdur og eíldur til bóta
eins og verða má.
Og við þetta sem eg áður hefi tekið
fram, mætti svo enn bæta hinu, að þeg-
ar gott lag væri fengið á þessa iðjusemi,
hún væri komin á góðan rekspöl, munói
það líka fylgja með, að hún gæti orðið
að beinni tekjugrein, að vissa hluti mælti
vinna í svo stórum stíl og selja sem versl-
unarvöru. Það atriði þyrfti að athuga
sérstaklega, en að þessu sinni sleppi eg
því, með því að rúmið leyfir það tæpast.
Eg vildi geta hvatt ungmennafélögin til
þess að koma sem víðast á stað þessari
iðjusemi (með því að halda uppi svipuð-
um námskeiðum, eða á annan hátt) og
gefa þessu málefni meiri gaum héreftir
en hingað til.
Og eg efa ekki að þessi starfsemi og
önnur skynsamlega valin uppeldismeðöl,
stefni að því að ala upp starfsaman, hugs-
andi og samtaka æskulýð, upphafinn yfir
slæpingshátt, tildur og sinnuleysi. Það
verður ungmennafélaganna tryggasti grund-
völlur. Þau gullpund færa þjóðinni miklu
riflegri ávexti en farmar af varningi eða
gull i fjárhirslum er megnugt að gera.
Guðm. Jónsson frá Mosdal.
Úti-íþr óttir.
(Eftir Bennó).
Knattspyrna.
XIX.
Gát verður að hafa á því, að æfingar
standi eigi lengur yfir en \xj2 klst. fyrir
fullorðna menn, (18 ára eða eldri), og 1
klst fyrir unglinga undir 18 ára aldri.
Það er betra að hafa oft stuttar æfingar,
heldur en að þær séu fáar og standi
lengi yfir. Að liafa æfingar í 2—3 stuud-
ir i senn eins og oft á sér stað hér í
Rvík, og það þrisvar í viku, ei óþarfi,
það eru ekki nema þeir allra best æfðu,
sem þola það til lengdar. Svo langaræf-
ingar fyrir sömu sveitina eru bæði of
þreytandi, lýjandi og gagnslausar, þar sem