Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1918, Page 2

Skinfaxi - 01.05.1918, Page 2
SKINFAXl .84 annan bygt á bjargi þess sannleika, er áður var fundinn og sífelt ávaxtað hinn mikla höfuðstól mannlegrar orku og snildar. Skólarnir eiga að innræta æskunni djúpa og sterka þrá, til þess að kynnast þeim sánnleik, sem fundinn er, og til þess að halda áfram leitinni. En svo ná þeir ekki til allra, og þó að bækur séu ekki jafn áhrifamiklar skólunum í því efni, þá eru þær þrautalendingin. En hlutur bókasafnsins kemur fyrst upp að marki, þegar skólavistinni er lokið og nemandinn hefir fengið að vita, hvað hann veit lítið og lestrar þráin og löngun æsku- mannsins að einhverju settu marki er vöknuð. Þá, og æ síðar á æfinni, eru bækurnar sá Mímisbrunnur, er aldrei verður þurausinn. Góð bókasöfn veita frœðslu hverjum sem hafa vill. Læknir, prestur, kennari, bóndi, iðnaðarniaður eða sjómaður eiga þar allir athvarf og að- stoð, til þess að framast hver í sinni ment. Skólarnir segja: Þetta áttu að kunna úr hverri bók, til þess að standast prófið, en bókasafnið gefur sérhverjum tækifæri til þess að stunda það eitt, sein hugur hans helst girnist. Bækurnar eru líka mikilsverðar til dœgrastyttingar og skemtuuar, hvort sem það er til þess að veita þreyttum verkmanni eða bónda hressingu eftir hversdagsstritið eða dægradvöl iðjulitlum sjómanninum i verbúðinni eða borgar- jungfrúnni í föðurgarði. Iðjuleysið ýtir mörgum út á hálar brautir og getur sorfið að engu síður en ofþreytan. Loks virðist reynslan sanna það, að bókasöfnin, ef þeim er vel stjórnað, séu liin besta vörn gegn sorpritalestrinum og saurgun ímyndunaratlsins, sem er af- leiðing hans. Fyrir nokkrum árum var einkar efni- legur guðfræðingur kosinn í prestakall eitt hér á landi. Að loknu námi hafði hann farið utar og framast mjög erlendis. En mönnum þotli furða heima í sveilinni að nýi presturinn skyldi ekki kunna „Lander“. En tímarnir munu breytast og lífsskoðanirnar með. Að nokkrum árum liðnum verður það tæplega talið neinum til gildis, hversu margar spilaaðferðir hann kunni, sem nú eru af ýmsum misindis- mönnum notaðar að yfirskini, svo að þeir geti tæmt pyngju náungans. Það er hlut- verk „Vormannanna“ að drepa niður slíkum ósóma. Annað hlutverk þeirra er það, að koma upp góðu bókasafni í hverri sveit og kaupstað á landinu. Það er menn- ingarmerki. Og bráðlega koma þeir tímar, að sveilirnar og öll þjóðin verður meðal annars metin eftir því, hvort hún hefir vit og vilja til þess að hagnýta sér hið ágæta menningartæki — bókasöfm'n. Vor. Vorið, sem nú kemur, bið vinsæla, blíða vekur alt til starfa á hauðrinu fríða. Landið okkar skrýðist brátt skrautkyrtli grænum skínandi við sólbros, í titrandi blænum. Ásamt þessu hugsjónir hvervetna fæðast háleitari, dýpri; og starfshvatir glæðast. Lífið gjörvalt styrkist, við ljúfustu kossa leiftrandi sólar, og drynjandi fossa. „Forlögin“ þó hérna þig harðsvíruð beygi og hvernig sem alt gengur á framtíðarvegi, mest af öllu ágætu elskaðu vorið æskulífið glaða og karlmenskuþorið. Dagbj. Asmundarson. Prentvillur. Leiðréttið prentvitlur í byrjun greinarinnur „Lýðháskólamál11 ó 94 bls. í 8. árg. — þó en ekki „þá“ — — „og Jió rekast þuu á oft og il)u“. Neðst á sömu blaðsíðu : ekki samstærðar- menn“, lieldur „samtíðarmennu.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.