Skinfaxi - 01.05.1918, Blaðsíða 5
SKINFAXI
31
T e k j u r:
EftirstöSvar frá f. ári ... kr. 171,05
Skattur fráU. M.F. Framai T8 — 6,30
- - Skildi ’18 . - 5,25
— - — Önundi '18 — 7,70
Skattur fyrir 1919 af 404 með-
limum °/00 ................— 242,40
Styrkur úr sambandssjóði . . — 100,00
Samtals kr. 532,70
Gjöld:
Kostnaður við fjórðungsþ. 1918 kr. 45,00
— — stjórnina f. f. ári — 10,07
— - — 1918. . — 20,00
Veittur styrkur til heimilisiðn,-
námsskeiðs 1918 — 19 ... — 100,00
Til fyrirlestra 1917—18 ... - 140,00
og iþrótta 1919. — 200,00
Óviss útgjöld.......................— 17,63
Samtals kr. 532,70
IX. Kosnir í stjórn fjórðungsins:
Forseti Björn Guðmundsson Næfranesi
Dýrafirði.
Ritari Bjarni Ivarsson Kotnúpi Dýraf.
Féhirðir Kristján Davíðsson Neðri-IIjarð-
ardal Dýrafirði.
Varastjórn:
Forseti Kristján Jónsson frá Garðsstöð-
um, ísafirði.
Ritari Júlíus Rósinkransson Tröð í Ön-
undarfirði.
Féhirðir Jóhannes DavíðssonNeðri-IIjarð-
ardal Dýrafirði.
Á fjórðungsþinginu voru lagðir fram til
sýnis um 50 smíðisgripir er gerðir höfðu
verið á námsskeiði því sem Guðmundur
frá Mosdal fór með fyrir Ungmennafélögin
í Önundarfirði. Fanst mönnum þar marg-
ur hlutur haglega gerður.
Bjarni Ivarsson.
Ferðasaga.
1 miðjum marsmánuði tókst ég á hend-
ur fyrirlestraferð til ungmennafélaganna á
Austurlandi, að tjlhlutuii Sambandsins. Af
því að engar nákvæmar fregnir hafa áður
verið hirtar viðvíkjandi félagsskapnum þar
eystra, vil ég hér geta þess helsta, er ég
varð áskynja um starfsemi félaganna og
hag.
Ég lagði af stað frá Rvik 15. mars með
„Lagaifossi" til Seyðisfjarðar ég kom að
kvöldi hins 21. sm. að Geitagerði í Fljóts-
dal. Þar á heima formaður héraðssam-
bands þeirra Múlsýslinga, Sigmar Guttorms-
son. Var þá þegar ákveðið, að ég skyldi
byrja þar á fyrirleslrum í U. M. F. Fljóts-
dæla og halda síðan út Hérað, norður i
Vopnafjörð, þaðan aftur suður til félags-
ins í Vallnahreppi og enda í Norðfirði.
Nú fór boðið um komu mína út Hérað
alt út í Hjaltastaðaþinghá. En í V. M.
F. Fljótsdœla var fundur haldinn 23.
í húsi félagsins að Valþjófsstað þar sem
óg flutti 2 erindi fyrir 80 áheyrendum.
Það félag er fjölmennasta hið þar eystra
félagar um 70. Hefir það verið duglegt
og starlsamt með afbrigðum. Söngkrafta
hefir það besta af öllum félögunum. Ekk-
ert ungm.félag á landinu mun eiga jafn
veglegt fundarhús og er þvi þó ekki full-
lokið enn. Það er tvær hæðir, fundarstofa
uppi, eldhús og veitingastofa niðri. Síðar
ætlar félagið að gera útbyggingu frá öðr-
um enda hússins, fyrir leikpall. Funda-
staðurinn er að öllu hinn yndislegasti, renni-
sléttar grundir umhverfis húsið, fær félag-
ið þar land nokkuð til umráða er það mun
rækta og gróðursetja i tré, — staðurinn
sem næst miðju sveitarinnar, sér þaðan út
yfir Fljótið í Hallormsstaðaskóg, en ofan
við grundirnar rís Valþjófsstaðafjallið, all-
hátt og einkennilega fagurt. Frá jafnsléttu
upp á brún skiftast á grasbelti og beinar
klettaraðir, en á við og dreif um altfjall-