Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1918, Page 6

Skinfaxi - 01.05.1918, Page 6
SKIN.FAXI 38 ið koma bjarkirnar út úr klettasprungun- um og teygja lim sitt upp fyrir brúnirnar En fari maður meðfram fjallinu í hæfilegri fjarlægð þá sýnist alt yfirborð þess fara á ið, ýmist ganga með eða móti ferðamann- inum Jíkt og það vildi leiða hann í hlað °g ar gai'ði.' Það er þegar kletta- læltin og bjarkirnar ber hvert fyrir annað. Orgel hefir félagið keypt í húsið. .Iþrólt- ir hefir það nokkuð stundað og stundum horið hærri hlut á íþróttamótum, einkum í knattspyrnu. Daginn eftir (24.) fór ég út að Meðal- nesi í Fellum. Þar er ungmennafélag, ekki löngu stofnað og enn utan sam- bands. Hafði það boðað til fundar þann dag og flutti ég þar fyrirlestur. Kom þar til umræðu að félagið gengi í sambandið, en ekki fullráðið i það sinn. Er félag þetta að sumu leyti efnilegt, en heldur fá- ment (36 fél., bættust 8 við á fundinum), og vantar lilfinnanlega eigið fundarhús. Er það nú bæði með heyskap o. Í1 að safna til húsbyggingar. Næst (26.) var ég á fundi að Eiðum hjá félaginu „Þór“. Það er annað elsta fé- lagið eystra (stofnað 1909), eitt af þeim er voru í „Fjórðungssamhandinu“ og hefir ásamt U. M. F. Fljótsdæla gengist fyrir stofnun héraðssambands. Fundur þessi var hinn ánægjulegasti á allri ferð minni. Hispurslaus einlægni og félagslyndi skein út úr umræðunum. Líka sá ég þar ágælt blað, sem félagið gefur út einu sinni í mánuði. Frá öndverðu hefir félagið haft tundi sína og samkomur á Eiðum. Hafa þeir Metúsalem skólastjóri og Benedikt Blöndal kennari, sem báðir eru félagsm., unnið mikið í þágu félagsins. Svo eru margir nemendur þeirra í öðrum sveitum helstu forkólfar félaganna þar, skólinn hefir verið aflstöð félagsskaparins, og sjást víða merki þeirra áhrifa. Hin mesta verkleg framkvæmd þessa félags er trjárækt þess og aðrar aðgerðir í Eiðahólma. Kjarrið hefir það grisjað, undirbúið hlómreit, bæt lendingu o. fl. Hólmi þessi er allstór og liggur í Eiðavatni. Hefir félagið haft um- ráð yfir honum og ætli svo að verða um nokkra hríð. Gæti sá staður að sögn orð- ið hinn prýðilegasti og mjög til sæmdar skólasetrinu, félaginu og sveitinni. Iþrótla- menn á félagið nokkra. Félagar eru um 30. Á skírdag flutti ég 2 fyrirlestra á Kó- eksstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Þar er félagið „Fram“ jafngamalt „Þór“ og telur 50 félagsmenn. Var þar félagsfundur um leið allánægjulegur og rætt um almenna ellitryggingu, Fundarhús hreppsins hefir félagið fyrir lilla þóknun á ári. Það hefir starfað nokkuð að íþróttum, gert sundpoll og eru margir félagar syndir, og margir iðka skíðafarir, glímur, knattleika o. fl. Heyskap hafði félagið á síðastliðnu sumri. Það gefur út blað. Fyrirlestra höfðu þeir haldið fyrir félagið á síðastliðnu ári síra Vigfús á Hjaltastað og Þorsteinn Jónsson þingmaður. Næst kom ég í Jökulsárhlíðina, og flutti fyrirlestur á annan í páskum og lagði þá af stað áleiðis til Vopnafjarðar um kvöld- ið. „Vísir“ heitir féiagið í „Hliðinni“, fé- lagar 29, Björn Guðmundsson búfræðing- ur í Sleðbrjótseli formaður. Þar hefir fé- lagið fundi sína. Er það ungt og safnar fé til húsbyggingar, með heyskap o fl. Ahugi dágóður hjá þeim félagsmönnum, er ég hitti. í Vopnafjarðarkaupstað ílutti ég erindi fyrir „Egil“, en svo heitir ungmennafélagið þar. Félagar 45. Nær fél. yfir allan hreppinn og 6 stunda gangur á fundastað- inn í kauptúninu — næst sveitarmiðju — hjá þeim félagsm., sem lengst eiga að sækja, Er slíkt með öllu ókleift til lengdar, enda er mikill áhugi meðal félagsins, að því verði skift í 2 eða 3 félög og nægur fjóldi unglinga í sveitinni til þess. Fé- lagsstörfin gætu þá gengið betur og auk- ist, en hin nýju félög öll átt samvinnu í hinum stærri framkvæmdum. Nefni ég

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.