Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.05.1918, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.05.1918, Qupperneq 7
SKINFAXl 39 til þess sundlaug, er sennilega má iá til heita uppsprettu eina þar innan sveitar. Félag þetta er enn ungt, en hefir mjög ötulum og áhugasömum mönnum á að skipa. Fyrirlestra hefir séra Einar á Hofi haldið fyrir félagið. Á Ketilstöðum á Völlum flutti ég 2 fyr- irlestra fyrir ungmfél. Baldur (7. april). Það telur 33 félagsmenn, á x/7 hluta í fundarhúsi sveitarinnar, sem er rúmgóð stofa í kjallara undir fríkirkjuhúsi þar. Það á sundpoll, háði 4 kappleika i knatt- spyrnu (1917), gefur út blað og er nú í þann veginn að koma á fót bókasafni. Það er stofnað 1913. „Egill rauði“ heitir félagið í Norðfirði. Félagar 39, eingöngu úr sveitinni. Þar flutti ég 2 erindi, i Skálateigi. Það hefir stundað matjurtarækt, gefur út blað og hefir komið upp bókasafni; litlu enn að vísu, en bækurnar vel valdar og áhugi mikill að efla safnið. Ágætur félagsskap- ur virtist mér þar, og þegar bókasafnið er orðið stórt og hefir starfað þar einn áratug og þekkingin eykst samfara bætt- um búnaðarháttum þá mun sannast að þetta félag kemur mörgu góðu til leiðar. Um framtið Ungmennafélaganna á Aust- urlandi verður ekki mikið sagt hér. Eg hygg að góðar vonir megi gera sér um að þau verði með tímanum öflug og fram- kvæmdamikil. Þrjú þeirra eru nálega 10 ára gömul og munu nú standa fastari fótum en nokkurn tíma áður. Hin eru stofnuð af innansveitaráhuga. Æskumenn- irnir hafa fundið hjá sér þörf á félags- skapnum, alþýða er þar alment mjög gest- risin og félagsleg. Frá alþýðuskólanum á Eiðum ætti og að mega vænta mikils stuðn- ings handa félagsskapnum. Enn ])á eru nokkur félög eystra utan sambandsins og víða gætu enn myndast ný félög. Eftir nokkur ár, þegar héraðssamband- ið er orðið reynt að drengilegri viðleitni og samheldni og svo hefir skipast um önn- ur felög, er hér voru nefnd, þá mun það sannast, að áhrif félagsskaparins koma víða f ljós í meiri menningu og sönnum félagsanda. Félagsmál. Bréfakvöld. í febrúarmánuði síðastliðnum hélt fé- lagið „Haukur“ í Leirársveit brófakvöld. Hafði það verið rækilega auglýst hér í blaðinu með nægum fyrirvara. „En því miður komu ekki nema 3 bréf og þótti okkur því miður, sem við fundum betur hversu slíkar bréfaskriftir hafa frœðandi og örfandi áhrif á félögin og einstakling- ana“, skrifar einn góður fálagsmaður. í 4. bl. Skinfaxa 1913 birtist grein eftir séra Jakob Ó. Lárusson um bréfakvöld. Bendir höfundur þar á, hvernig bréfaskifti milli félaganna og einstakra félagsmanna mundu vænleg til uppörfunar um félags- störfin og til að þoka hinum dreifðu fé- lögum saman. Að öðru leyti má vísa i ritgerð þessa til frekari skýringar. Þegar séra Jakob hafði þetta ritað, tóku nokkur félög að halda bréfakvöld, en offáir munu hafa gerst til að skrifa. Er það miður farið. En hvaða félag heldur bréfakvöld næst? Og má þá ekki vænta þess að að það fái fleiri en þrjú bréf? Nú eru yfir 80 félög í sambandinu. Hciinil islðnaöa rn áni sskcift héldu 4 Ungmennafélög í Onundarfirði i janúar og febrúar í vetur. Guðmundur Jónsson tréskeri kendi. Nemendur voru alls 60. Hjá hverju félagi stóð kenslan eina viku og auk þess fluttust sumir nem- endur niilli kenslustaða og nutu kenslunn- ar alt að 4 vikum. Eingöngu var þarna kent að sniiða ýmsa hluti úr tré, skera í tré og saga, og auk þess að teikna ýmsa þá hluti, sem smiðaðir voru. AIIs voru

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.