Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1918, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.06.1918, Blaðsíða 1
6. BLAÐ REYKJAVÍK, JÚNÍ 1918. IX. ÁR. Hvað á að gera? Af skýrslum ungmennafélaganna síðast liðið ár má sjá það, að hór um bil 40 eiga bókasöfn, eða hafa á hendi stjórn þeirra og slarfrækslu, hvert í sinni sveit. Mörg eru söfnin nýstofnuð, engin eldri en 5—8 ára, en nokkur félögin hafa tekið við bókaleifum eldri lestrarfélaga, annað- hvort að gjöf eða til varðveislu og aukn- ingar. Mörg félögin fá nokkurn styrk úr sveitasjóðunum til bókasafnanna, lítinn að vísu, oftast 20—50 krónur á ári. Eins og við er að búast, eru söfn þessi flest smá, sum ekki nema nokkrir tugir binda, en nokkur skifta þó hundruðum. „Hvöt“ í Grímsnesi telur yfir 500 i sínu safni og sufn Reykjavikurfélaganna er nokkru stærra. Auk þess sem félögin hafa þannig nokk- ur söfn til umráða, þá mun í flestum öðrum sveilum og bæjuni Iandsins vera einhver vísir til bókasafna. I fáeinum sveit- um er vitanlegt, að lestrarfélögin hafa starfað aldarfjórðung eða betur. Þar mun enginn hugsandi maður efast um gildi þeirra fyrir mentun alþýðunnar. En þrátt fyrir alt þetta liggur hér afar- núkið viðreisnarstarf fyrir höndum fram- sækinna æskumanna. Fjöldi manna hefir ekkert hugboð um hið stórfelda menning- arstarf, er unnið verður með nýtísku al- þýðubókasöfnum. Menn kunna ekki að færa sér þau í nyt, og eru víða í stand- andi vandræðum að halda lestrarfélögun- um Iifandi, auk heldur að efla þau að nokkru ráði. Þær þjóðir, sem forgöngu hafa um srlt skipulag bókasafna, greina þau í tvo flokka, er nefna mætti bókasöfn fræðimanna og alþýðu. Þau fyrnefndu lána mjög sjaldan bækur lil heimalesturs. Hlutverk þeirra er að geyma handrit og að m. k. eitt ein- tak af öllum bókmentum á tungu þjóðar- innar, auk erlendra rita sem fjárhagurinn leyfir að keypt verði. Safnið hefir svo rúmgóða lestrarsali, með hverskonar þæg- indum og lánar bækur sínar til afnota þar á staðnum. Alþýðubókasöfnin hirða ekki um handrit né gamlar bækur. En þau neyta allra bragða til að laða menn að sér, þrýsta þeim til þess að koma og taka bækur að láni, örfa bókfýsi manna, skapa þörf og þrá eftir góðum bókum, og greiða fyrir um afnot af þeim. Þau eru útrétt hönd til styrktar hverjum ein- asta manni, hvað sem hann girnist að vita, og hvenær sem hann vill stylta sér stundir með lestri góðra bóka. Slík verkaskifting er bæði eðlileg og sjálfsögð. Margir mundu eflaust kjósa, að Landsbókasafnið væri sérstaklega forða- búr, svipað því sem hér var lýst, frið- helgur staður handa okkar bestu fræði- mönnum og þrautalending hverjum þeim, er ekki fengi þrá sinni fullnægt í al- þýðubókasöfnunum víðsvegar um landið. En það á ekki að vera dægradvalar og samtals almenningur Reykvikinga og ekki lesstofa námsfólks úr hinum óæðri skól- um þar.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.