Skinfaxi - 01.06.1918, Blaðsíða 2
42
SKINFAXI
ÞaS, sem ýmsir áhugasamir menn kysu
helst að ungmennafélögin gerðu í þessu
máli, væri að þau ksynu af stað öflugri
hreyfingu í landinu, er stefndi að þvi að
koma málefnum bókasafnanna á þann
rekspöl, er þau standa á meðai þeirra
þjóða, sem lengst eru komnar. I hverju
sveitarfélagi á landinu þarf að koma upp
inyndarlegu bókasafni og fá til þess opin-
beran styrk. í Reykjavík ætti jafnskjótt
og styrjöldinni létlir af, að reisa veglegt
bókasafnshús og kaupa til þess að minsta
kosti 10000 bindi. Reykvíkingar geta þetta
vel, og bærinn stigi þá stórt spor í menn-
ingarátt, er hann byrjaði þannig á að sjá
æskulýðnum fyrir hollum viðfangsefnum.
Kaupstaðirnir ættu að gera slikt hið sama.
Eftir nokkurra ára skeið ættu öll bóka-
söfn á Iandinu að gera með sér traust
samband með stjórn í Reykjavík. Hún
gæti hlutast til um útgáfu alþýðlegra fræði-
rita, fengið opinberan styrk til stuðnings
hreyfingunni og náð hagfeldum samning-
um við bókaútgefendur. En eitthvert mesta
verk slíkrar stjórnar væri að halda úti
farbókasöfnum. Þegar samgöngurnar inn-
anlands batna, mundi auðvelt að vinna
uppfræðslu alþýðu stórmikið gagn með
þvi að slik sambandsstjórn sendi hreppa-
söfnunum að láni i 1—3 mánuði við
og við, 20 — 50 bindi af vel völdum bók-
um. Sama safnið gæti komið að notuin í
mörgum sveitum á einu ári.
Slík farbókasöfn væri mikilsvirði að
hafa i hverju fiskiveii og á millilanda-
og strandferðaskipum.
Vissulega geta ungmennafélögin og sam-
bandsstjórn þeirra veitt bókasafnsmálinu
mikilsverðan stuðning. Félögin, hvert i
sinni sveit, halda því starfi áfram, sem
sum hafa byrjað á. Sambandið gæti fyrst
í stað unnið þau störf, er sérstöku sam-
bandi bókasafnanna væru ætluð framvegis.
Sambandsstjórn eða þing gæti kosið nefnd
til aðstoðar félögunum um val og kaup á
bókum. Með aðstoð góðra manna getur
sambandið sent út farbókasöfn og byrj-
að á bókaútgáfu.
Þær tillögur, sem hér hafa verið nefnd-
ar, ber ekki að skoða eins og nokkra
heildarbyggingu. En hver sá, sem nokkra
hugmynd hefir um framkvæmdir annara
þjóða i þessu efni, og lítur á hvert stór-
virki liggur fyrir þeim fáu og lítilsvirtu
mönnum, er að alþýðufræðslunni starfa,
hefir dvalið nokkurn tima í sumum út-
gerðarstöðvum hérlendis, eða ferðast milli
nokkurra hafna á strandferðaskipi, hann
fer tæplega að efast um, að þjóðin eigi
að grípa til stórra ráða, og verja miklu
fé til allra þeirra menningartækja, sem
hún á ráð yfir.
Staríshvöt
til U. M. F. Staöarsveitar.
Upp, þú sveitin unga!
Upp, þér fljóð og menn!
Hrindið deyfð og drunga,
dagur kemur senn.
Mjög er mörgu’ að sinna,
mikil verka þörf.
Þeirra’ er vilja vinna
vegleg biða störf.
Fræga feðra tungu
flekkun hreinsið af,
æsku-vinir ungu!
arf þann drottinn gaf.
Mál í riti’ og ræðum
rélt oss hafa ber;
í þeim fögru fræðum
fræðast eigið þér.
Sárin fósturfoldar
fægja’ og mýkja barf;
græðsla móðurmoldar
margra heimtar starf.
Ræktið höndum lieilum
hrjósturlenda jörð;