Skinfaxi - 01.06.1918, Blaðsíða 8
48
SKINFAXI
ÍJróttamót
ætla félögin austanfjalls að halda við
Þjórsárbrú, ef að minsta kosti 12 iþrótta-
menn fást þar til þátttöku. Ætti síst af
öllu að standa á því.
Borgfirðingar halda sennilega sitt mót á
Hvítárvöllum, vegna kappsláttarins,
Víðavangslilaup
fór fram hér i Reykjavík á sumnr-
daginn fyrsta eins og 2 ár undanfarin.
Var til þess stofnað af íþróttafélagi Reykja-
víkur. Veður var hið fegursta og fjöldi
manns viðstaddur. Keppendur voru 10
og hlupu suður úr bænum Laufásveginn
og síðan Laugaveg til baka alls um 4
rastir. Fljótastur varð Ólafur Sveinsson
prentari. Rann hann skeiðið á 15 mín-
útum. Víðavangshlaup ætti að verða mjög
algengur kappleikur hér á landi, bæði í
sveitum og bæjum. Það er einkar styrkj-
andi og hagkvæm iþrótt.
Gestasamkomur
hafa félögin í Reykjavík engar haldið í
vetur. Veldur því að miklu leyti dýrtíð og
örðugleikar á að fá húsnæði. Einn merk-
ur ungmennafélagi hefir stungið upp á
því að í stað Gestanefndaririnar komi
„Vetrarfélag“, sem ungmennafélagar víðs
vegar að af landinu, er dvelja í Rvík á
vetrum, stofni með sér. Mundi það að eins
starfa að vetrinum og engar verklegar
framkvæmdir hafa með höndum, en halda
uppi glaðværð og umræðum um félags-
mál o. fl. Hvort sem þessi hugmynd yrði
framkvæmd er hitt víst, að af henni mundi
margt gott leiða.
Kynnisfarir.
Um seinustu áramót birtist grein í þessu
blaði um kynnisfarir eftir Steinþór Guð-
mundsson fjórðungsstjóra. Benti hann þar
réttilega á hversu mjög menn gætu lært
og mannast af ferðum um fjarlægar sveitir
og að ungmennafélagar víðsvegar um
SKINFAXI.
Mánaðarrit U. M. F. 1.
Verð: 2 krónur. — Gjalddugi fjrir I. júlí.
Ritstjóri: Jón Kjartansson, Kennarskólanum.
Pósthólf 516.
landið væru einkar vel settir til þess að
geta greitt hverir fyrir öðrum, svo að
ferðalögin kæmu að betri notum og eins
hver efling félögunum myndi að því að
fá fregnir hjá gestunum um félög í þeirra
heimahögum.
Meðal annars hefir merk kona ein á
Suðurlandi síðan skrifað Steinþóri og látið
svo ummælt, að sitt heimili muni opið
hverjum ungmennafélaga er þar fari hjá
garði. Fáir munu hyggja á langar skemti-
ferðir nú á tímum. En „eftir stríðið“
verður mörg hugsjón að veruleika, þá
skulum við muna eftir því, að ferðalög
eru ágætlega fallin til að auka mönnum
kjark og víðsýni.
Eitt félag'
á Norðurlandi hefir vakið máls á þvi
við Sambandsstjórnina að skýrsluágrip
það frá félögunum, sem birt er árlega í
Skinfaxa ætti að vera ýtarlegra, helst ætti
að birta út af fyrir sig skýrslu hvers fé-
lags. Því ber ekki að neita, að við ung-
mennafélagar eigum heimtingu á að í
blaðinu sé þess getið sem gert er, að það
er bæði nauðsynlegt til þess að félags-
menn viðsvegar um landið sjái hvert
heildin stefnir og hvað félög i fjarlægum
bygðum hafast að. En á hinn bóginn
hefir Skinfaxi svo takmarkað rúm meðan
dýrtíðin stendur.
Bókasöfn sambandsfélaganna eru beöin
aö senda afrit af bókaskrám sínum til Sam-
bandsstjórnarinnar viö fyrsta tækifæri.
Félagsprentsmiðjan