Skinfaxi - 01.06.1918, Blaðsíða 6
64
SKINFAXl
að ])ví ab landbúnaðurinn geti létt þábyrði?
En það hlyti hann að gera með aukinni
jarðrækt. Og hver hefir orðið reynsla
þjóðanna, nú á þessum síðustu tímum
styrjaldar og siglingateppu ? Er hún ekki
sú, að Iandbúnaðurinn sé það aflið sem
heldur þeim uppréttum? fíann er bjarg-
vætturinn sem siðast bregst þeim. Það
getur komið siglingateppa hér og seint þá
að fara að byrja á eflingu landbúnaðarins.
En snúum okkur nú að sveitabændunum.
Það kemur afar einkennilega fyrir sjón-
ir, að þeir skyldu ekki taka málinu opn-
um örmum, þegnskylduvinnan átti þó fyrst
og fremst að vera til þess, að efla land-
búnaðinn, hún átti beinlínis að hjálpa
bœndnui til þess að ná því takmarki,
að gera ísland að blómlegu og vel rœkt-
uðu landi.
Er þá ekki þörf á aukinni jarðrækt?
Jú sannarlega. Reynslan hefir sýnt það,
að garðrækt ber hér góðan árangur og
sem betur fer virðist nú ekki langt að
bíða að hún komist í viðunandi horf. Og
nú eru frændur okkar Norðmenn i þann
veginn að koma á hjá sér þegnskyldu-
vinnu, í sumar, við garðrækt.
Bændurnir kvarta sáran um vinnuskort
fólkið streymir í stór hópum til kaupstað-
anna og sjávarþorpanna, svo sveitunum
liggur við auðn, það heldur að þar sé um
auðugri garð að gresja, en gáir ekki að
því, þó kaupið sé þar stundum hærra, þá
eru líka útgjöldin meiri; og hvernig stend-
ur á þeirri heimsku að vilja skifta á sveita-
vinnunni, hollri og skemtilegri, fyrir fisk-
vinnu og uppskipunarstrit?
Að minni hyggju er það einkum tvent
sem veldur þessu öfugstreymi. Annað er
hin [háu hróp kaupmanna og útgerðar-
manna um alla dýrðina sem þeir hafi á
boðstólum, hjá þeim sé kaupið hærra,
vinnan léttari og lífið skemtilegra. Fólkið
lætur blekkjast og hleypur sem fætur toga
i „dýrðiua" — en ekki ósjaldan kemur
það fyrir aðdýrðardraumarnir verða skamiu-
vinnir og það sér það nú að breytingin
hefir síst verið til batnaðar.
Hitt er hinn sífeldi barlómssöngur bænda
sjálfra, sem alls-staðar kveður við. Stór-
ríkir bændur skrifa langar blaðagreinar um
það, að þeir hafi altaf í öllum sínum bú-
skap — altaf verið að tapa. Börnin alast
upp við sífelt tal um erfiðleika og örbirgð,
sem séu tryggir förunautar landbúnaðarins
og afleiðingin verður sú að þau verða meira
blind fyrir fegurð og gæðum sveitalífsins
þau skoða það sem nokkurskonar prísund
sem þau við fyrsta tækifæri flýja og lofa
guð fyrir að sleppa úr. Þetta er átumein
í íslenskum landbúnaði og það er hlutverk
bændanna að komast fyrir rætur þess og
græða það. Eg veit það vel að allir bænd-
ur vilia landbúnaðinum vel og margir eiga
þá ósk heitasta, að sjá hann dafna og
verða hyrningarsteininn undir þroska og
menningu þjóðarinnar. En nú vil ég spyrja
Hvers vegna tóku þeir þá ekki hugmynd-
inni um þegnskylduvinnuna opnuin örm-
um eins og frelsara og lífgjafa landbún-
aðarins? Er nokkur sem skilur það? Eg
skil það ekki.
Skyldi íslenska þjóðin una því lengi að
þessi göfuga hugsjón liggi lengi í dái ? —
Ætli þráin eftir þessu vori í þjóðlífi okkar
vakni ekki bráðum að fullu, og brjótist
fram með auknu afli? Eg vona það.
Vormenn íslands! fylkjum okkur um
þetta stóra og göfuga mál og fylgjum þvi
drengilega fram til sigurs, sýnum að við
skiljum hlutverk okkar, munum eftir land-
inu okkar brosandi og björtu en vanhirtu
og nöktu, látum ekki.síngirnina tjóðra okk-
ur á „blindninnar bás“, sækjum fram, all-
ir eitt, — fram til sigurs.
fíörður.