Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1918, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.07.1918, Blaðsíða 1
 axv 7. BLAÐ REYKJAVÍK, JULÍ 1918. IX. ÁR. Hugsjénamál. Flestum mun í minni, hversu skjótar xíröu framkvæmdir á heimboöi Stephans •G. Stephanssonar eftir aö þaö. mál haföi veriö rætt hér í blaöinu. Mörg önnur félög ■en Ungmennafélögin lögöust þar á eitt aö safna fé til heimboðsins. Skáldiö ,,kom, sá ■og sigraði“ og hvarf heim aftur. En Al- þingi gaf honum gjöf aö .skilnaði. Er það síðan mál manna, að fleiri slík heimboð •ættum véf Austur-íslendingar að gera nokkrum ágætustu löndum vorum vestan hafs. Hefir það við gild og góð rök að styðjast og má ætla, að Ungmennafélagar hlynni fúslega að slíkum framkvæmdum. Með því er stutt að viðhaldi íslenskrar tungu og þjóðernis; Það er félagsskapn- um skylt. Honum er skylt að styðja aö ■efling hverskonar hugsjónalífs með þjóð- inni. Hér skal nú stuttlega minst á eitt hug- sjónamálið, náskylt heimsboðsmálinu, mál, ■sem komið hefir á dagskrá innan félag- anna. Fyrir nokkru hefir félag eitt á Suður- lrndi lagt til við Sambandsstjórnina að hefja forgöngu um fjársöfnun til styrktar helstu rithöfundum þjóðarinnar. Birtist hér l'-afli úr bréfi írá félaginu: „. ... Félögin eru eð vísu ekki svo efnum búin, aö þau geti lagt fram árlegan styrk í því skyni, svo að um muni. En þau geta .;mnað. Þau geta leitað uppi ]>á menn, um land alt, sem fúsir eru til fjárframlaga, til þess að styrkja einstaka tiltekna rithöf- unda. Slíkir menn eru til, ef til vill fleiri, en menn vita. Þessa menn þarf að spyrja uppi og sameina, svo að hver fái vitneskju um annan. Ungmennafélögin standa þar vel að vígi, því að þau eru dreifð um landið alt og sennilega fús til að taka þetta mál aö sér. Það er í alla staði samboðið þeirn og tilgangi þeirra .... Vér höfum hugsað oss, að byrjað verði á því að útvega stuðn- ingsmenn einum af skáldum vorum .... vér teljum víst, að fjöldi manna taki því fegins hendi, að fá tækifæri til að leggja af mörkum nokkrar krónur á ári, svo að bann geti gefið sig allan við þeim ritstörf- um sem honum láta best. Vera má, að sumir telji jafnmikla þörf á að styrkja einhvern annan þjóðkunnan rithöfund. Og komi önnur félög fram með tillögur um það, þá teljum vér sjálfsagt að gera hon- um sömu skil: spyrja uppi þá menn, er h.ann vilja styrkja. En tæplega er það ráð- legt, að hafa mörg járn í eldinum í einu.“ Félagið ætlast til þess, aö sambands- stjórnin sendi éyðublöð til gjafaskrár til bvers ungmennafélags og fer um það svo- feldum orðum: „Véf höfum hugsað oss, að yfirlýsingin, sem menn gæfu með ]dví að rita nöfn sín á boðsbréfin, væri eitthvað á þessa leiö: ,Meöan þörf gerist og engin breyting verður á högum mínum, greiöi ég lil styrktar N. N . fyrir ár hvert kr..‘. Gera má ráö fyrir, að einhverjir vilji grefða tillag í eitt skifti fyrir öll, þó eigi vilji lofa

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.