Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1918, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1918, Blaðsíða 7
SKINFAXI &5 félagi, aö lýöháskólamáliö verði tekiö til umræöu í félögunum. IX. Skipaöir endurskoöendur á reikning- i'm héraössambandsins fyrir áriö 1918. Stefán Hannesson og Ólafur Halldórsson. X. Samþykt aö birta þinggjöröina í „Skinfaxa". Þinggjörðin lesin upp og samþykt. Fleira ekki tekið fyrir. Þinginu slitið. P. t. Flögu í Skaftártungu 26. maí 1918. Þ. Einarsson (forseti). Magnús Jónsson (ritari). iþróttanámsskeið \ar haldið á Fljótsdalshéraöi dagana 13.— 29. maí s. 1. aö tilhlutun Héraössambands- ins (samh. ungmennafél. á Fljótsdalshér- aöi). Námsskeiöiö var haldið inni í Fljóts- dal, viö hús sem U. M. F. Fljótsdæla á ] ar, og stendur þaö milli Skriðuklausturs cg Valþjófsstaðar, í landi prestssetursins. Námsskeiðiö hefði ef til vill verið haldiö að Eiöum, ef gisting fyrir námssveina heföi verið fáanleg, en svo var ekki; sá staður heföi þó legið betur viö fyrir flesta nárns- sveina, og sund hefði þá mátt kenna. En að ýmsu öðru leyti var sá staður óheppi- legri, svo að óvíst er, að námsskeiðið hafi tapað neinu við það sem varö. T. d. veður- lag hlíðara upp frá en út frá; sem urn þetta leyti árs gat haft stórmikla þýðingu. Og aöhúnaöur námsskeiðsmanna gat ekki verið betri en hann var. Kent var 3—4 tíma daglega; frá 12—3 eða 4, eftir veðri — og vilja. Æfingatím- inn á hverjum degi var heldur langur, en vegna þess hvaö tíminn var naumur, varð að nota hann sem best og það þá eina ráðið, aö æfa svo mikið daglega sem þrelc náms- sveina með góöu móti leyfði. Gátu þeir með þvi móti fengiö talsverða æíingu, en á svo stuttum tíma var veruleg framför óhugsandi; enda rnenn varla búnir aö ná sér eftir harðsperrurnar þegar námstíminn. var á enda. Aö eins reynt að leggja undir- stöðu undir rétta æfingu í framtiðinnu — Aðallega fór kenslan fram í úti-íþrótt- um (hlaupum, köstum og stökkum). Glim- ur voru dálítiö æfðar. Knattspyrnu var ekki hægt að æfa vegna fæðar nemenda, og sund (bringu- og baksund), sem annars heföi mátt æfa, varö lítið sem ekkert æft vegna sundpollaleysis eða vöntunar á vatni sem notandi væri til að æfa í sund. — Kennari á námsskeiðinu var Ólafur Sveinsson. Nemendur voru 10, frá 7 félögum. Var þeim sem aö voru komnir, komiö fyrir á. næstu bæjum. Að nemendur voru ekki f'.eiri, kom til af því, að hvert félag sendi aö eins 1 mann — nema Fljótsdælir 3 og Reyöfiröingar 2, — sem svo átti aö segja til, hver í sínu félagi. Tveir menn, sem sótt höfðu um þátttöku í námsskeiðinu komu aldrei; munu hafa forfallast á leiðinni, því sagt var að þeir væru farnir af stað. Nokkrir af námssveinunr höföu æft dálitið íþróttir áður, og flestir voru rnjög efni- legir íþróttamenn, og ættu aö geta náð góðum þroska, með framhaldandi aefingu. Því miöur mun þeim óhægt um æfingu t köstunum, því áhöldin vanta þar austur frá, enn sem komið er. Mætti þó vel notast við heimagerð áhöld (spjót og kringlu), og stein af hæfilegri stærð mætti nota i stað kúlu. Við æfingar í hlaupum og stökkum þarf engin áhöld, sem ekki er auðvelt að útbúa sjálfur; nema viö stangarstökk mun ómögulegt að komast af án „bambus“- stanga, sem eru sem st.endur ófáanlegar hér. Með góðum vilja ættu þeir þvi að geta stundað flestar íþróttirnar, og þá um leið kent dálítiö frá sér. Úr áhaldaskortinum veröur bætt svo fljótt sem unt er, og von-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.