Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1918, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1918, Blaðsíða 2
50 SKINFAXI árstillagi, og væri þá jafnrétt a'ö gefa kost á því.“ Þó að slík fjársöfnun sem þessi, sé a'o eöli sínu allskyld samskotum til heimboðs hinum bestu gestum þjóðar vorrar úr Vest- urheimi, ])á er þess að gæta, að hér er um miklu meira verkefni að ræða og árangur- inn tæplega jafnsýnilegur fjöldanum. Auk þess mun Sambandið hafa á prjónunum ýmsar fjárbænir í framtíðinni, bæði til cigin framkvæmda og annara. Um þörfina á að styrkja íslenska rit- höfunda, verður eigi deilt, og eigi heldur um það, hver hagur bókmentum vorutu það yrði, ef bestu rithöfundarnir gætu l.elgað hinum fögru listum krafta sína ó- skifta. Og sannarlega væri það ánægju- legt, ef ungmennafélögin gætu stutt þá vel að verki. Sú hugsjónastarfsemi væri mik- ils verð þeim og þjóðinni. En áður en Sambandsstjórnin ræðst til frantkvæmda um þetta mál, þá þykir henni æskilegt að heyra raddir ýmsra félags- manna unt það og álit ]teirra og undir- tektir. En félaginu ber heiður fyrir tillög- una. H vöt. Nú skín sól yfir sveit því er sál okkar heit að við sjáum nú vorgeislann bláfjöllin krýna. ísland von vor er heið eins og viðblámans leið og vor vöggugjöf, ástin, skal aldregi dvína. Og aldrei skal vígroði fjöllin þin falda, þín framtíð skal kærleikans laufsali tjalda. Þó er þrá okkar djörf, erns og straumknúin störf, eins og streymandi, hrynjandi, foss eða geisandi alda. Hér skal drótt reyna þrótt. Iíér slcal djarflega sótt. Hér skal drenglyndi ríkja, þótt harðni unr varnir. Því vor framtíð er björt, hjartað hlæjandi ört, allir hríðþrungnu dagarnir liðnir og farnir. Vér hræðumst ei æfi við isklæddar slóðir.. Vér óttumst ei hót inar fjötruðu glóðir. Fram i leik, fram í starf, frarn með feöranna arf. Allir frarn í hans nafni sem skóp vora. snækrýndu móðir. Borgfirðingur. Fyrirlestraferð og tmgmennaíélög í Skaftafellssýslnm 1918. Eftir Guðmund Hjaltason. I. Fyrirlestrarnir. Þann 4. febrúar í vetur sem leið, fór eg: að heiman og kom austur i Skaftafellssýslrr 17. febrúar, fór svo um hana alla og alveg' austur i Lón og svo vestur yfir hana, og kom heim 27. maí. Var þanig rétta 4 mán- uði í ferðinni. — Hélt yfir 90 fyrirlestra í sýslunni i öllum ungmennafélögunum, og' víða annarsstaðar þar, um 20 af þessum 90. Árið 1915 fór eg líka um alla sýsluna nema Lónið, og hélt þá 80 fyrirl. Var i ferð þeirri rúma 3 mán. Og ár 1911 fór eg um Mýrdal og Vík: og hélt þar 6. Nú eru félögin í sýslunni 17, að 2 mál- fundafélögum meðtöldum. Verða þá að meðaltali um 9 fyrirl. í félagi hverju. Einna flestir í Fljótshverfi og á Síðunni; þetta. 21 og 22, í Nesjurn 14, Öræfum 15, 13 á. Mýrum, 10 í Landbroti, 13 í Vík o. s. frv.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.