Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1918, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.08.1918, Blaðsíða 2
58 SKINFAXI ur skóli væri til í landiiiu. Félögin verða, eðli sínu samkvæmt að vera íþróttafélög að hálfu Ieyti. En ])á fyrst vaknar veru- legur íþróttaáhugi í landinu, þegar menn eru til í öllum héruðum, sem kunna 'veru- lega vel allar þær íþróttir, sem hér má iðka. J. J. Minni íslands. „Héðan falla öll vötn til Dýrafjarðar“. I. Steinsnar on’í heimahlaðið Heiðin rötuð, slarkað vaðið, Næstum fullefnd hugföst heitin Hjartastrengd við æskureitinn! Heimþrá átti fult í fangi Ferð þá með — á lestagangi! Héðan sá hann sólskins-blíða Sveitafangið grænna hlíða, Upp til hafs og inn um skörð Dngaði allan Dýrafjörð! Fegni hans varð fall á orði — Fygldarmaður skemra horfði: „Þótt að bilið mælist minna Milli þín og heimakynna, Fær er heim-von! Fram eg eygi Fyrirsátur nær á vegi, Snúum frá! Svo fjöri’ ei týnum — Feigöin undir túngarð’ þínum Hefur á þér varan vörð. Dauðinn ver þér Dýrafjörð!" „Heldur híð eg hinsta skaðann Hér, en snúi aftur, þaðan Sem til Dýrafjarðar falla Fossinn sé og læki alla! Séihvern dropa jirífur þráin Þar að mega hníga i sjáinn — Þar sem lífið lék mig blíðast Ljúfast væri að falla síðast Þegar hinsta ganga’ er gjörð, Deyja on’í Dýrafjörð!11 II. Hvað er grjót og götur rangar, Gömlu vesturferðalangar! Eða skygni um skapa-gálur: Skamt sé oss í fyrirsátur? Skeytum engri vo á vegi Við á þessum Islands degi! Skeiðum allir undanhallið, Ofan hlíð og lækjafallið, Hver á sinni heimajörð! Dalinn nið’r í Dýrafjörð. Stephan G. Stephansson. Kvæðið var ílalt n Islendingadeginuin í Winni- peg (2. ág.) í sumar. (Liigberg). Brynjólfar Þórðarson. Svo heitir yngsti íslenski málarinn, þeirra sem nafnkendir eru orðnir. Hann mun nú vera um tvítugt, er systurronur Jóns Aðils sagnfræðings, og uppalinn á Seltjarn- arnesi við Reykjavík. Saga Brynjólfs sýnir það, hve miklu munar um aðstöðuhagræðið á uppvaxtar- árunum. Snemma kom í Ijós hjá hon- um slerk löngun til að teikna og mála. En nánustu vandamenn hans voru ekki svo efnum búnir, að unt hefði verið að kosla hann til náms í fjarlægð, jafnvel þótt verið hefði hér á landi. En hann átti heima nærri Reykjavik, svo nærri, að hann gat gengið í Iðnskólann til Þórar- ins Þorlákssonar málara. Nam hann hjá honum teikningu í nokkur ár og varð frá- bærlega vel að sér. Síöan mun Þórarinn hafa leiðbeint honum um meðferð lita, og annað sem málari þarf helst að kunna. Brynjólfur tók nú brált að mála lillar landslagsmyndir frá umhverfi Reykjavík-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.