Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1918, Síða 4

Skinfaxi - 01.08.1918, Síða 4
60 SKINFAXI stúdentinn lokið námi sínu í háskólanum, þegar allar mentastofnanir hafa gert það er þær máttu fyrir nemendur sína, þá tekur almennings bókasafnið við. Og eng- inn er svo gamall né ungur, lærður eða ólærður, lágt settur né tiginborinn að hann sé þar óvelkominn. Bókasafnið á að vera annað heimili barnsins og mentastofnun hinna fullorðnu, sem enginn getur vaxið upp úr. Það getur verið sérskóli í hverri grein sem er. Það kemur fram í nafni hvers konar rnannlegrar hugsunar og starfa svo að bæði visindamenn og verkamenn finna þar tiltök til fullkomnunar hver í sinni grein. En samhliða fræðslunni þarf lika hinn mikli múgur holla skemtun og dægrastytt- ingu. Imyndunarafl mannanna þarf við og við vakningu og sálin hreint loft og hressingu eigi síður en líkaminn. Því hafa söfnin svo mikið at skáldritum í sundurlausu máli og samföstu. I lestrarsölum bókasafnanna eru af sömu ástæðu og til þess að gera menn- ingarstarfið fjölbreyttara og frekar marg- hliða, haldnir fyrirlestrar, sumstaðar oft í hverri viku. Til þess að auka enn á fjölbreytnina og listagildið eiga mörg bóka- söfnin stór myndasöfn og söfn af mótuð- um listaverkum viðsvegar að úr heimin- um, sömuleiðis hvers konar hljóðfæri og sönglagasöfn. S u n d. Árið 1917 stunduðu 514 manns sund í laugunum í Reykjavík hjá þeim feðgunum Páli og Erlingi. Skiftust þeir þannig eflir sýslum sem hér segir: Úr Reykjavík 385 — Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 9 — Snæfelsness- og Hnappadalssýslu 6 — Dalasýslu 7 — Barðastrandasýslu 14 — V.-ísafjs. og ísafjarðarkaupstað 11 — Strandasýslu og Húnavatnssýsln 3 — Skagafjarðarsýslu 3 — Eyjafjarðarsýslu 8 — Suður-Þingeyjarsýslu 4 — Múlasýslum 16 — Skaftafellssýslum 8 — Rángárvallasýslu 5 — Vestmannaeyjum 4 — Árnessýslu 8 — Gullbr,- og Kjósarsýslu 19 Allir þessir neniendur hafa stundað mám- ið nokkurn tíma, lært eilt eða íleiri sund. Siðan stríðið byrjaði hafa nemendur jafn- an verið nokkru færri en áður, þannig voru þeir 1916 552, 1915 600, 1914 568, 1913 638 og 1912 632. En það mun nú vera svo, að tölur þessar séu allar heldur lágar. Og þess ber að geta, að miklu fleiri, en hér eru taldir koma til lauganna við og við. Eru það bæði Reykvíkingar, sjómenn innlendir og ferðamenn og toks allmargt erlendra sjómanna, einkum Fær- eyinga. Sundlaugarnar í Reykjavík eru vafalaust bestur staður, með þeim mönnum, sem þar er á skipað, til sundnáins hér á landi. Og þó brestur harla nn’kið á að þær séu viðunandi og samboðnar, þeim skilningi sem vakinn er á gildi íþróttarinnar og þeim eljumönnum, sem þar starfa að menning æskunnar. Þegar veður er all- hvast er sjaldan þægilega heitt í laugunum leiðslupípurnar bila oft og einatt, svo að hætta verður kenslunni um hríð. Væri mikil þörf á að leggja haldbetri pípur til sundstaðarins og setja þak yfir alla laugina með nægilega mörgum glugg- um. Auk þess væri það til stór bóta ef sporbraut lægi úr miðbænum til lauganna svo að menn þyrftu ekki að fórna jafn- löngum tíma til námsins og nú á sér slað. En þrált fyrir þessa galla þá hefir þekk- ing og áhugi á sundi breiðst allmikið ú f

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.