Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.09.1918, Page 1

Skinfaxi - 01.09.1918, Page 1
9. BLAÐ REYKJAYÍK, SEPTEMBER 1918. IX. ÁR. Hreinlæti. Mörgum góðum siðvenjum forfeðra vorra 4 söguöldinni hefir þjóðin glatað á liðn- um niðurlægingartímum. Ein af þeim er handaþvottur fyrir og eftir máltíðir. „Ef 4akast mætti að fela í einu orði öll boð- •orð heilsufræðinnar, þá ætti hiklaust að •nefna orðið hreinlœti“, hefir einn merkur maður sagt. En helstu heilbrigðistækin •eru hreint loft og vatn, hrein fæða, föt ■og híbýli og ekki hvað síst einlæg viðleitui að halda likama og sál hreinum frá hvers 'konar óþrifum. Ef þessi tæki væru vel notuð, ef hver og einn temdi sér fullkomið hreinlæti, þá mundi mannkyninu takast að draga mjög úr — ef ekki losna alveg við hina svo nefndu „sóttkveikju“-sjúkdóma. En sótt- kveikjur valda nu hér um bil tveimur þriðju hlutum alls dauða og krankleika í heiminum. Flestar sóttkveikjur berast mönnum með einhverskonar óhreinindum. Þær dvelja i ýmsu ryki og skarni er svifur um í loft- inu, er vér öndum að oss, í óhreinindum mat og drykk, i óþrifum á likamanum eða í klæðum vorum og komast svo inn í lík- amann um sprungur eða sár á húð og slímhimnum. Það er og skoðun sumra manna, að nokkru af síðasta þriðjung sjúkdómanna megi enn komast hjá með almennu hrein- iæti. Gætum að allri vanheilsunni, sem ;stafar af óhollu andrúmslofti og skitugum skrokk, öllum ofkælingunum og afl. þeirra, en sem menn að mestu gælu útrýmt, með því að hirða vel hörund sitt og herða það með skynsamlegum böðum. Gáum að þeim krankleika, er kemur af innferð skaðvænlegra efna um húðina og af skorti á útferð úrgangsefnanna úr Iíkamanum. Og svo er andlega hreinlætið. Nú dettur engum heilvita manni í hug að hrjá og hrekja líkamann, á sama hátt og meinlætamennirnir fyr á öidum, til þess að sálin — hið góða í manninum, verði ekki undir í baráttunni. En sam- tímis því að menning núlímans hefir látið sér skiljast að líkaminn þurfi heilnæma aðbúð og holla ræktun, þá hafa menn fundið að samband hans við sálina er af- ar náið. Hvorttveggja hefir gagnvirk áhrif á annað, svo að ef líkamanum er mis- boðið. þá er það raun fyrir sálina, og sé sálin saurguð koma afleiðingarnar niður á h'kamanum. Því eiga menn að forðast reiði og hatur, illskiftni í viðmóti, alls kon- ar seyrðar samræður, samvistir með sið- spiltnm mönnum og því um líkt, vegna þess að það stríðir gegn boðorðum heilsu- fræðinnar, gegn hreinlætinu, og grefur undan heilbrigðri heildarbyggingu sálar- lífsins. Varla mun það ofmælt að oss íslend: ingum sé mjög ábótavant um þetta mik- ilsverða atriði, sem hér er á minst. Þó má og minnast þess að þjóðin hefir tekið sér fram um hreinlæti síðast liðinn aldar- fjórðung. Skipulag heilbrigðismálanna hef- ir stórum batnað og sjúkdómar, sem allir

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.