Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1918, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.10.1918, Blaðsíða 1
10. BLAÐ REYKJAVÍK, OKTÓBER 1918. IX. ÁR. Vandamál. í siðasta lieftinu af Skírni, í ár, birtist ri'gerð eftir Guðmund Hannesson prófess- or um húsagerð í sveitum. Greinin fjall- ar fyrst um fjárhagsatriði málsins og seg- ir prófessorinn að húsabyggingar séu „lang- dýrasta og stórfeldasta íræðið", er þjóðin hafi með höndum. Húsakynnin hafi auk þess rík áhrif á líf þjóðarinnar og alla menning hennar. Húsakynni vor setji á oss skrælingjamrrkið. Hann gefur í skyn, að vér eyðum stórfé til þess að lækna þá sem sýkjasl í hinum heilsuspillandi húsakynnum — til þess að hyrgja brunn- inn þegar barnið sé doltið í hann. Fjár- veitingarvaldið verji fé landsins ógjarna til þessa mikla nauðsynjamáls; það virð- ist ekki sjá hve skóinn kreppi þarna að. Löggjafarnir hafi tollað aðHultu bygging- arefnin, sem séu jafnan fuÍI dýr undir, en óhjákvæmileg. Þá koma ýmsar at- hugasemdir um hina verkfræðilegu hlið málsins. Þær ættu þeir fyrst og fremst að lesa með athygli, sem ekki hafa fyr skilið hvað húsagerðarfræðin er margþætt og mikil fræðigrein. Þar sannar höfund- uriiin hversu margt, sem að íslenskri húsa- gerð lýtur, er lítt eða ekki rannsakað og hve knýjandi þörf þjóðinni er á, að nú sé tekið lil stórra og viturlegra ráða um málið. Tilgangur þessara orða er eink- um sá, að hvetja þá, er ekki hafa lesið ritgerðina, til þess' að gefa henni gaum og þessu mikilvæga máli. Einkum er hér átt við sveitamennina, þeim er greirtin helst ætluð og þar er spurningin sífelt vakandi og jafn alvarleg — sú spurniug, hvernig bóndinn eigi að byggja upp bæ- inn sinn. Síðan fjallar greinin um húsagerðina frá sjónarmiði listarinnar. Þar er aftur- förin bersýnilegust. Torfbæirnir áttu vel við landslagið og byggingarefnin þó að þeir séu tiltölulega langt á eftir tímanum og endingarlillir. Sama var að segja um snið .þeirra og herbergjaskipun. Þegar skift sé um hyggingarefnin, þurfi jafnframt að finna fasta og þægilega, hagsýna gerð, útlit og herbergjaskipun. Þessu sé þó herfilega ábótavant í ílestum nýju húsun- um. Siðast í greininni kemur próf. með nokkr- ar endurbótatillögur. Landið á að taka í þjónustu sína gagnmentaðan, lieilbrigðan og hagsýnan húsagerðarfræðing til þess að leiðbeina bændum. Það á og að lau..a að nokkru leyti nægilega mörgum vel hæfum vérkstjórum, er færir séu til að standa fyrir bygglngum. Svo á að létta af aðflutningsgjaldi á byggingarefnum. Loks segist höf. líta svo á, að vér ættum að koma á þeynskylduvinnu í hverri sýslu og láta mennina vinna að húsabygging- um undir góðri stjórn. Enginn mun efast um, að prófessorinn fari J>ar með rétt mál, er bann segir, að húsakynnin hafi rík áhrif á lif þjóðarinn- ar. Alt umhverfið, dautt og lifandi, mark- ar manninn, sem þar fæðist og vex og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.