Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1918, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.1918, Blaðsíða 8
80 SKINFAXI Félögunum í NorðlendingafjórSungi hafa og verið send skýrslueyðublöð, en stjórn Sunnlendingafjórðungs annast séndingu þeirra til félaganna þar. Þau félög er eigi kynnu að heimta skýrslu- eyðublöðin eru vinsamlega beðin að gera sambandsstjórninni aðvart um það svo að hægt sé að senda þeim þau aftur. Hvert félag á svo að senda skýrslurnar nákvæmlega og glögt skrifaðar til sam- bandsstjórnarinnar þegar eftir nýárið. Verður þá kvittaö fyrir það hér í blaðinu jafnóðum og þær berast að. Sérstaklega væri mikilsvert, að þau félög, sem ein- hverra orsaka vegna gátu eigi sent skýrslu fyrir árið 1917 gerðu það nú. Að þessu sinni var að eins sent eitt eyðublað hverju félagi. Það er sparnaðarráðstöfun og gerð í því trausti að félögin skrifi annað ein- tak handa héraðs- og fjórðungsstjórnun- um. Hvert einasta félag á að senda skýrslu hvað fábrotin sem störfin hafa orðið á þessu örðugasta styrjaldarári, jafn- vel þó að eilthvert félag sé svo fáment, að það hati ekki rétt til fulltrúakosningar á héraðsþing, J)á er ekkert sem mælir gegn |)ví, að )>að sendi ársskýrslu sína. Héraðssaiukoma í Dölum. Hið nýstofnaða héraðssamband ung- mennafélaganna í Dalasýslu byrjaði í sum- ar er leið að halda héraðssamkomu á sam- bandssvæðinu. Er slík framkvæmd bein afleiðing af stofnun sambandsins og mið- ar að því að treysta félagsböndin Jiar sem samherjarnir úr öllum félögunum eiga kost á að hittast og njóta sameiginlega hollrar glaðværðar þó ekki sé nema eina góðviðr- is dagstund í júlimánuði. Samkoma félaganna var haldin á svo- nefndu Krosshólaleiti ekki langt frá Hvammi, hinum fræga sögustað. Er staður þessi l)inn ákjósanlegasti til slíkra hluta, all- nærri héraðsmiðju í góðu skjóli og vel fallinn til íþróttasýninga. Samkomuna sóttu mentt úr öllum félögum sambands- ins og all margt utanfélagsmanna. Fóru J)ar fram ræðuböld, söngur, glímur, hlaup, stökk o. fl íþróltir. Að kvöldi fóru menn heim glaðir og reifir, en Ungmennafélagar hétu að finnast aftur að ári og framvegis. Félögin í Dalasýslu þurfa að sameina efni- legustu íþróttamenn sína á námsskeið svo að þeir geti síðan kent heima í félögun- um. Það er helsta ráðið lil þess að koma iþróttamálinu í viðunandi horf. Þá geta og mótin orðið fjölbreyttari og gildi þeirra vaxið. En þessi samkoma Dalamanna í sumar er góð byrjun og vafalaust „mjór mikils vísir“. Bréfakvöld. U. M. F. „Eldborg" í Kolbeinsstaðahreppi Hnappadalssýslu, heldur bréfakvöld i febrúarmánuði næstkomandi (1919). Bréf- in sendist til stjórnar félagsins merkt: „Bréfakvöld11. Úr Sunnlendingafjórömigi. Stjórn Sunnlendingafjórðungs hafði ráð- ið tvo Borgfirðinga til fyrirlestraferða á fjórðungssvæðinu í vetur, þá Andrés Eyj- ólfsson í Síðumúla sem er ágætur ung- mennafélagi, og nágranna hans Halldór Helgason. Nú fór Andrés um mánaðar- mót okt.—nóv. „austur yfir fjall“ og hóf fyrirlestra austast í Rangárvallásýslu og komst alt Vestur á Rangárvelli. Þá voru sveitirnar þar fyrir vestan orðnar svo her- teknar af „inflúenzunni“ að úti var um allar samkomur j)ar og varð hann því að hætta við svo búið. Er varla hægt að gera ráð fyrir, að Borgfirðingarnir fari seinna í vetur austUr þangað. Fyrirlestr- um þeirra á Faxaflóaundirlendinu verður hagað eftir háttum farsóttarinnar. Þegar um hægist aftur, ætlar fjórðungsstjórnin að beitast fyrir J)ví, að félögin austan fjalls fái fyrirlestrarmann í stað Borgfirðinganna. Ritstjóri: Jóa Kjartansson. FélugSprentsmiðjan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.