Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1918, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.10.1918, Blaðsíða 6
78 SKINFAXI starfsemin revndist dýrari og óframkvæm- anlegri og sat því á hakanum, en fyrir- lesarar hafa farið um allan fjórðunginn. Sig. Vigfússon um Árnes- Borgarfjarðar- og Mýrasýslur, en Þorsteinn Þórarinsson um Rangárvallasýslu. í fjórðungsamband- inu eru nú 31 félag með 1300 félagsmönn- um. Þar af hafa 25 sent fjórðungsstjórn- inni skýrslu; í þeim félögum eru 1090 félagsmenn. Kennaraskólafélagið liggur niðri }). á., þar eð skólinn starfar ekki, en U. M. F. Baldur í Hraungerðishreppi liefir tilkynt stjórninni dauða sinn. Tvö félög hafa bæst við: U. M. F. Staðarsveitar og Ásahrepps. Kosin var 7 manna nefnd til þess að íhuga og gera tillögur um starf tjórðungs- stjórnar eftirleiðis. Svohljóðandi tillaga fiá nefndinni sam- þykt i einu hljóði: Þingið álítur að starf fjórðungsstjórnar eigi að vera sem minst takmörkum bund- ið, heldur eigi hún að vera miðstöð í öllu samstarfi Ungmennaíélaganna í íjórð- ungnum. Þingið semur jiví enga fjárliagsáætlun fyrir næsta ár, en vill að stjórnin hafi frjálsar hendur um allar framkvæmdir. Björn Bjarnason. Þorkell Guðmundsson. Sig. Snorrason. Guðm. Þorláksson. Jón Guðinundss. Halldóra Sigurðardóttir. Stefán Diðriksson. Nefnd var kosin til jiess að athuga kynnisfarainálið; það var 5 manna nefnd. Hún lagði fram nefndarálit í tveim liðum. Urðu allsnarpar umræður út af því. Loks samþykt svohljóðandi tillaga frá Guðm. Þorlákssyni og Þorkeli Guðmundssyni: Fjórðungsþingið samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd til þess að koma í fram- kvæmd hugrnynd Steinþórs Guðmundsson- ar um kynnisfaiir Ungmennaíélaga í Sunn- lendingafjórðungi (sbr. Skinfaxa 11. tbl 8 ár og 1. Ibl 9 árs) og starfa að því framvegis. Starfstími milli fjórðungsþinga. Ennfremur var svohljóðandi tillaga frá Guðbrandi Magnússyni samþykt í e. hIj.: Þingið felur kynnisfararnefndinni að beit- ast fyrir félagsskap eða fundarhöldum með aðkomu ungmennafélögum hér i Reykja- vík, beímila þáttöku í þeirri starfsemi. Þorkell Guðmundsson og Guðm. Illuga- son, báru fram tillögu svohljóðandi: Fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs leggur fyrir stjórn fjórðungsins, að kom- ast eftir vilja ungmennafélaga innan sam- bandsins um myndun aukaskatts frá fé- lögurn til fjórðungsins, og geri grein fyrir undirtektum þeirra fyrir eða á næsta árs- fjórðungi, svo að þá megi gera endanleg ákvæði í því máli. Tillagan var samþykt í e. hlj. Jón Guð- mundsson bar fram svohljóðandi tillögu: Þingið skorar á öll ungmennafélög sam- bandsins, að ræða um það, á hvaða tíma þau álíta heppilegast, að fyrirlesarar komi til félaganna og ennfremur hvort fleiri félög sjái sér fært að koma saman til að hlýða á fyrirlesara og sendi þau svo fjórð- ungsstjórn tillögur sínar nm það efni. Feld með 6 atkv. gegn 6. Rælt var um þingstaðinn næst og mint- ust margir á Þingvelli enn, þó á fjórð- ungsstjórnin að ráða ein fram úr því. Steiujiór Guðmundsson, sern liefir nú gengt Ijórðungsstjórastarfinu undanfarin þrjú ár, baðst undan kosningu og færði til gildar ástæður Benti á Björn Bjarnar- son sem eftirmann sinn og var hann kos- inn, Guðrún Bjarnardóttir og Guðm. Kr. Guðmundsson endurkosin með lófataki. Fyrir varastjórn voru kosin þau: Stein- þór Guðmundsson fj. stj., Eygló Gísladótt- ir ritari og Magnús Kjaran gjaldk., með lófataki. Þá var kosin kynnisfararnefnd: Steinþór Guðmundsson, Eygló Gísladóttir og Stein- dór Björnsson, með lófataki. Fulltrúar þökkuðu Steinþóri Guðmunds- syni starf hans, með því að standa upp.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.