Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1918, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.10.1918, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7.9 Sam|)ykt var að prenta ekki þingtíðindi að þessu sinni. Fundargerð lesin, sungið og þingi slitið. Snndkensla. U. M. F. „Geisli“ i Aðaldal hafði sund- námsskeið á síðastliðu vori, 9.—23. juní. Námskeiðið var haldið í sundpolli, er fé- lagið kom sér upp í áarsprænu þeirri er Helgá heitir, í Reykjahverfi. I hana renn- ur heilt vatn úr hverum, sem þar eru (Uxahverir o. fl.), og er áin þægilega hlý til að synda í. Kennari námskeiðsins var Lárus J. Rist íþróttakennari á Akureyri, en hann er óefað æfðastur og færastur sundkennari norðanlands. Kaus félagið heldur að velja bezta -fáanlega kennarann, þótt dýr væri, en annan óæfðan og ódýr- an. Enda sýndi árangur námskeiðsins ótvírætt, að það val borgaði sig. Er þess getið öðrum félögum til athugunar. — Nemendnr voru milli 40 og 50, piltar og stúlkur á ýmsum aldri. Veitir ekki af æfðum og röggsömum kenuara til að sinna þeim hóp svo að vel sé, og það tókst Lárusi ágætavel. Byr]endur urðu allvel færir á bringu og baki, en þeir er áður höfðu numið, tóku framförum í svipuðum hlutföllum. „Geisli“ heldur árleg íþróttamót, þar sem kept er um verðlaunapeninga félagsins í öllum almennum íþróttum. Mót þessa árs var haldið í lok námsskeiðsins, sunnu- daginn 23. Júní, á Brúaengi við Grenjað- arstað. Var þar jafnframt sundpróf fyrir námskeiðsfólkið, og vakti það almenna að- dáun. Því miður var veðrátta ekki sem heppi- legust dagana, sem námskeiðið stóð yfir. Gerði hret 14. Júní og töpuðust við það þrír dagar. Hlóð þá niður fönn, svo að kálfasnjór varð sumstaðar í bygð. Sundlaugin er ekki sem heppilegust, en viðunandi þó. Sjálfsagt steypir félagið hana úr steini áður langt líður. En sem stendur hefir það önnur járn i eldi. Það hefir tekið sér fyrir hendur að koma upp vönduðu samkomuhúsi fyrir sveitina. Áhugi á iþróttum er mikill i „Geisla". Hefir hann íþróttamót á hverju vori, svo sem áður er sagt. Auk þess skíða- og og skautamót á vetrum og svo æfinga- fundi af og til í glímum og skíða og skautaferðum. Mun skíðaíþróttin þar einna lengst á veg komin meðal U. M F. hér- lendis. Skíðamótsbrekkan er valin þar sem er 9—10 álna há hengja, og þykir enginn sá maður með mönnum, sem smeyk- ur er við þá brekku. Stjórn „Geisla“ skipa: Kristján Jónatans- son bóndi i Tumsu, Þórkell Jóhannesson á Syðrafjalli og Ketill Indriðason á Ytra- fjalli. Kristján er dugnaðar- og áhuga- maður með afbrigðum og meðal efnileg- ustu glímumanna norðanlands. Þórkell dvelur bér í Rvík í vetur. Aðalsteinn Sigmundsson. Félagsmál. Drátt þann, sem orðið hefir á úlkomu blaðs- ins, eru kaupendur góðfúslega beðnir að afsaka. Stafar hann fyrst af fjarveru {>eirra sem um blaðið átlu að sjá og sið- an af völdum inflúensunnar. Verður reynt að bæta úr því við fyrsta færi. Orðsciidiugar frá sambandsstjórn. Sambandsstjórnin afhenti í póst 14. okt. I. árg. af Ársrili Fræðafélagsins til allra Sambandsfélaganna og eyðublöð undir skýrslur fyrir þetta ár lil allra sambands- félaga í Vestfirðingafjórðungi, Héraðssam- bandi Dalamanna, Austur-Skaftfellinga, Vestur-Skaftfellinga og Fljótsdalshéraðs.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.