Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1918, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.11.1918, Blaðsíða 1
Enn nm hreinlæti. Sennilega munu flestir lesendur þessa blaös vera á þeirri skoðun, að okkur íslendinga skorti all mjög á aö geta talist hreinlát og þrifin þjóð. í tveimur síðustu blöðum hcfir þetta mál verið gert að umtalsefni, og fyrst sýnt fram á, hve mikilvægt hreinlætið er og bent á orsakir óþrifnaðarins og afleiðingar. Getið var þess og, hversu hin ljelegu húsakynni landsmanna stæðu þarna í vegi sannra framfara. Skal hjcr nú stutt- lega gripið á ýmsu því, er menn geta gert og ættu að gera til þess, að taka sjer fram um þetta mikilvæga atriði, að auka hreysti og hreinleik þjóðarinnar. í ofannefndri grein var minst á hin helstu heilbrigðistæki: hreint loft og vatn — og ljós. þau ættu menn að kosta kapps um að nota í ríkulegum mæli. Hingað til hefir það vcrið venja að bæj- arhúsin til sveita hafa verið reist eftir legu fjarðarins, f jallsins eða dalsins um- hverfis, eða þá eftir vindáttum. Blind hending hefir oft ráðið því, livort hæj- ar gluggarnir hafa vitað móti sólu eða eigi. Og svipað er í kaupstöðunum, að stefna strætisins ræður stöðu liússins, en hending ein ræður oftast götustefn- uiini. þetta þarf að breytast. Samtíðin, og þó einkum framtíðin, mun heimta að kröfum heilsufræðinn- ar sé gaumur gefinn. Smám saman munu menn fá vitneskju um hin miklu gei’ilsneyðandi álirif sólarljóssins og öðlast næga ljóssþrá og lífsþrá, svo að þeir vilji liaga svo híbýlum sínum, að þar njóti vel sólar, að minsta kosti í þeim herhergjum, scm mest er dvalið i á daginn. En þó að næg sjc birta í húsum vor- um, þá getur loftið engu síður verið þar gerspilt. það getur verið þrungið ryki, kolsýru eða ýmsum loftkendum efnum er myndast við rotnun matarleifa, og þó einkum við rotnun þeirra úrgangsefna úr likaina vorum, er fitukirtlar og svita- kirtlar gcfa frá sér og setjast á liúðina og í klæði vor. ]?að er sannað, aðsúólyfj- an í andrúmsloftinu, er mörgum gerir svima, andköf og höfuðverk og mest ber á á samkomum þar sem húsfylli er — hún stafar einmitt að mestu leyti frá þessum óþrifnaði á liörundi manna og klæðum. það er gott ráð og sjálfsagt, að opna glugga við og við, en alls ekki nóg. Til þess að svo sé, þarf liver hlutur í her- bergjum vorum, að vera hreinn, og þá ekki síður klæði vor og hörund. Til þess eru b ö ð i n. Volgu höðin geta komið í veg fyrir, að rotnun mynd- ist í efnum þeim, er á húðina setjast, og valda loftskemdunum, og enn fremur til þess, að svitaholurnar og op fitu- kirtlanna tejipist ekki og að eklci stöðv- ist liin náttúrlega útferð úrgangsefn-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.