Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1918, Qupperneq 2

Skinfaxi - 01.11.1918, Qupperneq 2
SKIMFAXI anna úr líkamanum, og a'ð kirtlafitan, sú sem heldur mjúkri húðinni og ver hana sprungum, geti gomist út á yfir- borðið. ]?að er sannað, að vel notuð volg og köld böð, geta orkað miklu um að lækna ýmsa kvilla og að viðhalda góðri heilsu. pau koma í veg fyrir ofkæling, hafa mjög styrkjandi áhrifátaugakerfið, efla andlegan og líkamlegan þrótl, bæta hug- arfarið og gera lundina léttari. Vegna þess, hversu höðin eru mikils- verð hverjum manni, þá má telja það vist, að með tímanum vcrði aftur til baðklefi á hverjum bæ hér á landi, eins og til forna. Og harla mcrkilegt er það, að vísindamenn nútímans Iiallast helst að því, að gufuböð, svijjuð þcim, sem forfeður vorir notuðu allmikið, séu bæði mjög holl og haglcvæm til al- menningsnota. En þó að æskilegt væri, að hvert ein- stakt hús eða bær á landinu hefði sér- staka „baðstofu“, þá verður þess lík- lega alllangt að bíða. Ekkcrt er því cðli- legra, en að í sjáfarþorpum, kauptún- um og liverfum, verði reist ahnenn bað- hús, og viða til sveita gætu niargir bæir verið um eitt. Kostnaðurinn er tiltölu- lega lítill og vafalaust gróði að slíku, ef miðað er við afleiðingar óþrifnaðarins. Víða mætti koma baðhúsunum vel fyrir í sambandi við alþýðuskólana. Hjer liggur mikið starf fyrir höndum heilhrigðra framfaramanna. Einhver dugmesta þjóð heimsins eru Japans- menn, en þcir nota lika böð allra þjóða mest. Til þess að koma alþýðu í skiln- ing úm nytsemi baðanna, þurfum við eitlhvað af dugnaði Japansmanna. Eitt- hvert hesta ráðið til þess, að venja fólk- ið við böðin, er að nota þau í öllum skól- um. Valdhafarnir þuría að sjá svo um, að skólar og hvers konar opinherar stofnanir, andi að manni þrifnaði og snyrtimcnsku. þessu er oft hörmulega lítill gaumur gefinn. Ungmennafélög- unum er skyll að gefa þessu gaum. pau geta eflt snyrtimensku og hreinlæti með sundiðkunum og böðum og hvers konar forgöngu í þessu efni. IJvenær sem göngumóðan ferðalang ber að garði, skyldu gestrisnir íslendingar minnast þess, að besti greiðinn, sem unt er að veita honum er sá, að l'á að ganga í laug. Meira ljós. Meira ljós á lífsins brautir, ljós i allra manna sál! Ljós er sefi lifsins þrautir, ljós er kveiki’ i hjörtum bál. Ljós á alt er myrkrið mæðir. Marga ennþá vantar Ijós. Lítill ne'sti, lífið glæðir. Lífsins fjandi’ er myrkurs hrós. Lýsum inn í lægstu skötin, ljóss þar bíða dýr og menn. Mörg er holan myglurotin, menn, sem byggja verða enn. Veitum ljósi’ og vatni yfir víðar bygðir mannaheims. Skírum alt sem lífi lilir og lýsum því til æðra hcims. Altaf hrotna ótal bylgjur eintóms ljóss á vorri jörð. Magnaðar þó myrkrafylgjur megni’ í þær að rjúfa sköi’ð. Mót þeim svörtu myrkravöldúm menningin á heilagt slríð. Svo laugast geti ljóssins öldum lýður jarðar, ár og síð.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.