Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1918, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.11.1918, Blaðsíða 3
SKINFAXI 88 Margar andans elfur líða undir svelli, fjarri sól. Geislum söfnum, gljána’ að þýða svo getum vcilt þcim heixns uxn ból. Innra hjá oss ótal glæðui*, eigum menn, ef vel er gætt. Glæðuín þessa gneista bræður, þeir geta bál í sálum fætt. Kakali. Gildi íþróttanna. Eftir ólaf Sveinsson. Iíæru námssveinar! Áður en við skiljum og höldum beirn, liver til sín, vildi eg, að við gcrðum okk- ur Ijóst, hvers vegna þetta námsskeið cr haldið, hvers vegna v i ð erum að iðka íþróttir, og iivers vegna íþróttir eru svo mikið iðkaðar, sem raun er á, — þó þau uumæli eigi því miður ekki við okkur íslendinga, — því svo má scgja, að þær séu að vei-ða einn aðalþátturinn i upp- eldismentun ungra manna í „siðmenn- ingarlöndunum‘:. nú þegar. Eg segi nú þegar, vegna þess að íþróttahreyfingin mcð nútíðarsniði er enn þá svo ung; ekki meira en 50—(50 ára, — fyrsta á- hugamannafélagið var stofnað um 1860 og fyrsta leikmót sem áhugamenn keptu eingöngu á, var liáð um líkt leyli. Fyrsti kajxpleikur milli Oxford og Cambridge háskólanna var háður 1864. I skólalífi Amerikumanná og þá sérstaklega há- skólalífinu, eru íþr. einn aðalþálturinn. Allir stæri-i háskólarnir í Ameríku eiga sjálfir íþróttavelh, og það engar ómynd- ir eða smásmíðar, oft með með sælum fyrir 10—20 þiis. áhoifendur; t. d. leik- völlur Harward-háskólans hefir sæti fyrir 22.000 áhorfendur. Annars leyfa Amerísku háskólarnir elcki að íþróttirn- ar sjcu æfðar á koslnað annara náms- gi’eina, og sýna þcir þar með liinn rétta skilning á íþróttunum. Til dæmis um það, hve mikið útlend- ingar gera til þess að útbreiða þekkingu á íþróttum og gera öllum eða sem flest- um, mögulegt að fást við þær og iðka daglega, má gcta þess, að borgin Chi- cago hefir vai'ið mörgum tugum mil- jóna kr. til þess að hyggja skemtigarða ineð leikvöllum, hlaupabrautum, knatt- leikjasvæðum og alls konar þægindum, fyrir íbúa sína, karlaogkonur. Reksturs- kostnaðurinn einn lileypur á miljónum króna ái’lega. En það, sem íslending- um þykir líklega það merkilegasta af þessu öllu saman, er það, að það er ekki gert af eyðslusemi eða „fínhcitum“, Iieldur — að mjög vel ránnsökuðu og yfirveguðu máh, — vegna þess, að þ a ð h orgar s i g svo ágætlega. — pað er einmitt mergurinn málsins, sem nienn cru nú að sjá, að það er eitt af bestu fyrirtækjum, sem þjóðir eða bæjarfélög geta lagt i, að hlynna að íþróttum. pvi fyrir utan tap það á framléiðslu sem vánheilsan hefir í för mcð sér, legst kostnaður við sjúkraliús, fangelsi o. s. frv., á bæjar- eða þjóðfélagið, en úr rót þess kostnaðar dregur iþrótta- og útilífið mjög. Annað dæmi um það, að mönnunl cru að opnast augu fyrir þýðiiigu iþrótt- anna, er það að fránska stjórnin hefir nú nýlega lagt fyrir þingið frumvarp um 6 miljón franka fjárveiting til eflingar og viðhalds íþróttalifi og -áhugá í land- inu. Clemenceau gamli er aðalflutnings-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.