Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1918, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1918, Blaðsíða 6
86 SKINFAXI Vonandi feta íslendingár ekki i fótspor þeirra af þeirri ástæðu. Fremur mun það vera af skilningsleysi á gildi íþrótt- anna og ónógri hvatning'u, og ef lil vill lika af því, að þeir liafa flestir þá trú, að menn séu fæddir íþróttamenn, og trúa litt á tamningar-þroskann. En hvers vegna leggja hinar siðuðu útlendu þjóðir svona mikinn tima og kostnað í sölurnar fyrir íþróttirnar? Hvers vegna eru þær að gera iþróttirnar að einum aðalþættinum í lífs-undirbún- ingi æskulýðsins, já meira að segja að- einum þættinum í þjóðfélagsskipun- inni? Vegna þess, að þær þekkja gildi þeirra. — En hvert er þá gildi íþrótt- anna ? — Við vitum allir, hver tilgangur íþróttanna er. Okkur hefir svo margoft verið sagt frá latneska orðtækinu: „mens sana in corpore sano“, sem þýð- ir orðrétt: heil sál í hraustum líkama. Aðaltilgangur íþróttanna er sá sami enn, hjá nútíma-þjóðunum, og hann var hjá Rómverjum og Grikkjmn endur fyrir löngu, sá: a ð hressa og hrcysta 1 í k a m a o g s á 1. En þegar talað er um gildi einhvers, fer það ekki eftir því, hver tilgangurinn er, heldur því, hvc vel það nær tilgangi sínum. Gildi íþróttanna er þá undir því komið, hvc vcl þær ná tilgangi sinum. það var einmitt þetta gildi íþróttanna, sem eg vildi, að okkur yrði sem ljósast. (Framh.) Smágreinar nm tóbak. Eftir Jón Dúason. Tóbak og lífsgleði. Á þeim fundum, þar sem rætt hefir verið um tóbaksbindindi, eru það stöð- ugt sömu mótbárurnar, sem komið hafa fram frá hálfu tóbaksmannanna. Tó- bakssinnarnir hafa ekki margar rök- semdir fram að færa, en þær sem þeir liafa, tyggja þeir því oftar upp og flytja þær í því margbreyttari tóntegundum. Mjög almenn mótbára gegn tóbaks- bindindi er, að ménn eigi ekki að neita sér um alla gleði lífsins og vera mein- lætamenn. — En hver fer fram á það! Mönnum finst víst, að síðan vínbann- ið kom, sje tóbaksnautn hin stærsta og jafnvel einasta gleði lífsins! Að vera svangir öðru hvoru, það geta menn þol- að, en ef tóbakið vantar, þá er lífið dauft og dapurlegt. pannig mæla þeir, sem hafa fest sig i þrældómshlekkjum tóbaksins. Og það er hægðarleikur að festa sig, af því tóbakið er svo tiltölulega ódýrt, og af því það er ætíð við hendina hjá kaupmanhinum hinu megin við götuna, í vestisvasanum eða í vindlabikarnum á borðinu. Tóbakið veitir einnig eins- konar þægindi og ró, og verður því hin einásta gleði fyrir margan mann, bæði i inveru og samkvæmi, og venur þá of að leita sér annarar gleði, sem er þeim samboðin og ekki er til skaða. Og þetta er einn af ókostum tóbaks- ins. pað lokar fyrirmönnumhinnisönnu gleði lífsins, eða gerir þá að meira eða minna lcyti ómóttækiléga fyrir aðra gleði en tóbaksánægjuna. pað eru til þúsundir af öðrum nautn- um! Lífið er langt frá því að vera nautnafátt. Lífið er svo margbreytilegt að það hefir jafnvel silt að bjóða handa hverjum. það ríður að eins á því að hafa skynfærin ópin. Margar smáánægjur lífsíns eru ekki dýrar, fundir við vini og' samherja, hljóðfærasláttur, söngur og aðrar listiðkanir, lestur, sund og aðrar íþróttir. Er ekki náttúran fögur þcgar vorsólin skín i lygiian sjóinn og á vort blómskrýdda jökulland? Er það ekki huggandi um kvöld, að ganga við vagg-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.