Skinfaxi - 01.12.1918, Síða 6
94
SKINFAXI
Félagið er nú að koma upp glöggum
hafnarmörkum í Kollavík. ]?au hefir
vantað, en útræði allmikið þaðan. Tvis-
var hefir fclagið skotið saman nokkr-
um krónum handa fátækum.
Sunnudaginn 4. ágúst s. 1. fór félagið
skemtiferð inn að Vestur-Botni í Pat-
reksfirði. Voru 42 manns í förinni, flest
Ungmennafélagar. þegar inneftir kom,
bættust við 16 manns í hópinn,af Rauða-
sandi, flest félagar úr U. M. F. Von, sem
er utan sambands. Aðalskemtunin, þeg-
ar komið var á staðinn, varð nú hjá
mörgum, að skoða skógarleifar fjarðar-
ins. par var og talað fyrir minni íslands
og tvær ræður fluttar við lendingar-
staðinn og svo söngur og samræður,
leikir og dans.
Allir undu vel ferðinni og voru sam-
mála um, að hún væri besta skemtiferð-
in sín, enda var líka liið allra besta veð-
ur, bæði á sjó og landi.
F.
Ungmennfélag Kennaraskólans
var endurreist skömmu eftir vetur-
nælurnar. Er það að vonum nokkuð fá-
ment, þar scm nemendur eru nú með
fæsta móti í skólanum. Guðm. Davíðs-
son fyrv. sambandsstjóri flutti erindi
um þjóðgarð á pingvöllum, á fundi í fé-
laginu. Síðar flutti sklastjóri erindi um
ýms atriði úr sögu íslands. Skinfaxi hef-
ir áður bent á, hversu mikilvægt það
sé fyrir stefnuna, að hugsjónir félags-
skaparins séu vel túlkaðar í Kennara-
skólanum.
Ungmennafélögin á Héraði
héldu tvær íþróttasamkomur í sumar
er leið; aðra i Atlavík, en hina á Eiðum.
Var hin síðarnefnda allfjölmenn og vel
undirbúin af ritara héraðssambandsins
Magnúsi Stefánssyni á Eiðum. par kom
Einar H. Kvaran, er var þá á ferðalagi
8KINFAXI.
Mánaðarrit U. M. F. í.
Verö: 2 krónur. — Ojulddagi fyrir 1. júlí.
Rilstjóri: Jón Kjartansson, Skállioltsstfg 7.
Póslliólf 516.
um Austurland, og flutti erindi á sam-
komunni. Söngur var þar um hönd
hafður og ýmsar íþróttir sýndar. Nú
ríður á, að þeir íþróttamenn, sem sóttu
námsskcið Ólafs Sveinssonar að Val-
þófsslað í vor, lialdi við íþróttum sínum
og kenni þær heima fyrir í félögunum.
pað er að miklu leyti undir þrautsegju
þeirra og alúð komið, hvort gagn verð-
ur að námsskeium þeim, sem haldin eru
á vegum sambandsins.
Ungmennafélag Mýrahrepps
í Dýrafirði hélt skemtisamkomu að
Mýrum, þar í sveit, 20. ágúst, s. 1. Hófst
hún með guðsþjónustu þar ú staðnum
(Sigtr. Guðlaugss.). Kappslátt þreyttu
5 ménn á 200 metra starengi. Bjarni
ívarsson ritari fjórðungssambandsins
varð lilutskarpastur, sló blettinn á 7
mín. og 25 sek., hinn siðasti á 9 mín.
og 58 sek., en geta má þess, að hann gal
ekki notað silt eigið orf og var illa
undirbúinn. priggja manna nefnd
dæmdi hin fljótasta besta sláttumann-
inn og var honum heitið vandað orf að
verðlaunum. Fé lil verðlauna hafði fé-
laginu borist frá Sigtryggi presti Guð-
laugssyni að Núpi. Auk þessa fóru fram
á samkomurini ræðuhöld, söngur, hlaup,
stökk, ísl. glíma og flutt kvæði um Dýra-
fjörð, er síra Sigtryggur hafði sent fé-
laginu og tileinkað því.
FcIiigsi>rnetsiniÖjan.