Skinfaxi - 01.01.1919, Page 5
SKINFAXI
5
hversu mikla holla næringu blóðið get-
ur fengið í hreinu lofti, þá mundu þeir
nota marga tómstund til þess að viða
að sér sem allra mestu af þessari ó-
sviknu vöru. Sumir halda, að það sé
veikleika vottur, ef maður másar svo á
hlaupum, að það heyrist langt til. En svo
er ekki. J>vi meiru sem maður getur
andað að sér og frá í senn, því öflugri
eru lungun.
Hjartað styrkist einnig betur af
hlaupi, heldur en af „baræfingum",
hryggspennu eða lyftingum, því að þá
liggur manni oft við að halda niðri í
sér andanum. En þó að hjartað slái
stundum hart að hlaupinu loknu, þá er
ekkert að óttast, ef sláttur þess er reglu-
bundinn. Til þess að svitna, er hægasta
ráðið að hlaupa dálítinn spöl. En svitna
skyldi maður á hverjum degi, og hljóti
maður það ekki af þvi starfi, er maður
stundar, þá á maður að hlaupa sig sveitt-
ann og taka sér laug á eftir og dugandi
húðstrokur. þetta veitir hörundinu
herslu og gerir mann næstum ónæman
fyrir ofkælingu og smitandi sjúkdóm-
um. Með svitanum hverfa og úr líkam-
anum ýms skaðvæn efni og sjúkdóms-
angar á éðlilegan liátt, samtímis því, að
maður losnar við þarflausa og óholla
fitu. Sumir halda að svitagjarnir menn
séu veiklaðir, en greið svitaútrásbervott
um hrausta og starfshæfa húð og góða
hörundsrækt — helbrigði,
pað er mesta furða hvað daglegur'
hlaupasprettur getur læknað lystarleysi,
hægðateppu o. fl.
það er auðvelt að iðka hlaup alt árið,
hvort sem heitt er eða kalt í veðri, snjó-
koma eða sólskin. Maður getur hlaupið
hvar sem er og hvenær sem er. En þeirra
vegna, sem kunna að afsaka sig með þvi,
að þeir hafi ekki tíma né tækifæri til
að hlaupa sprett daglega, einkum i
skammdeginu, skal eg, sem á tiltölulega
annríkt, segja frá aðferð minni. Eg er
bundinn allan daginn við andlegt starf
inni i miðjum höfuðstaðnum, en bý yst
í jaðri lians. pegar skrifstofunni
er lokað á kvöldin, sting eg flibbanum
og bindinu í vasa minn, til þess að herða
ekki að hálsinum, sem gildnar á hlaup-
inu, bretti upp kragann á yfirhöfninni,
held á húfunni i hendinni og hleyp síð-
an hvíldarlaust heim. Eg afklæði mig
kófsveittur, bregð mér i baðkerið og
helli nokkrum gusurn af köldu vatni
yfir mig og strýk síðan rækilega húðina
og fer í hrein föt. Og á eftir er egsvo
léttur í lund og með góða samvisku af
að hafa rækt boðorð heilsufræðinnar
svo sæmilega. Eg var í æsku kvellisjúk-
ur væskill, en síðan eg fór að iðka hlaup
með fullri festu og alvöru, hefi eg aldrei
kent nokkurs meins. Fyrir nokkrum ár-
um gekk illkynjuð inflúensa, og þegar
eg tók eftir því, eitt sunnudagskvöld, að
eg hafði tekið veikina, þá fékk eg mér
ærlegan svitasprett og varð hennar ekki
var eftir það.
(I. P. Muller.)
Gildi íþróttanna.
Eftir ólaf Sveinsson.
------ (Niðurl.)
Hin þroskandi áhrif íþróttanna á s á 1-
i n a eru margs konar. pau stafa, eins
og líkamlegu áhrifin, flest frá æfingun-
um. — pað hefir litla þýðingu fyrir í-
þróttamanninn að æfa hugsunarlaust.
Tilhlaupin við köst og stökk, brögð eða
varnir i glímu; allir tilburðir líkamans
við íþróttina, hver sem hún er, verða
að vera sem hagkvæmastir, hraðastir,
mýkstir. En þetta fæst að eins með iðk-
un, þar sem hugsunin fylgir hverri
hreyfingu, — stjórnar hverri hreyfingu.