Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1919, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.03.1919, Blaðsíða 1
íþróttir. Frá fyrstu byrjun liafa íþróttirnar A'crið eitt höfuð-viðfangsefni ungmenna- félaganna hér á landi. Og einsætt virð- ist að svo hljóti einnig að verða fram- vegis. Hreyfingar þörfin og tilhneiging- in til fjölbreyttrar áreynslu, löngunin til þess að reyna kraftana á ýmsu öðru en hinum daglegu skyldustörfum eru svo ríkar í hverjum æskumanni. Gildi iþróttanna til góðs uppeldis er svo marg- viðurkent, að félögunum ber brýn skylda til þess, að glæða áhuga á þeim meðal æskulýðsins. pau eiga að leggja við það starf mikla alúð, kapp og festu. Hlutverk þeirra er að vinna að alhliða uppeldi og þroska hvers einasta æsku- manns. Og með því að líkamlegt uppeldi æskulýðsins hefir verið mjög vanrækt, þá virðist fyrir það enn brýnni þörf á að félögin bregðist ekki stefnu sinni og því trausti, sem menn bera til þeirra um þetta mál. Ef borið er saman liversu mikla rækt hinar helstu menningar- þjóðir og skyldustu oss íslendingmn leggja við líkamsuppeldi æskulýðsins hver lijá sér og svo aðgerðir vorar, þó verður munurinn geisimikill og mann- jöfnuður sá sist oss til gleði né sóma. Lítiuii t. d. á afrek Norðmanna á skíð- u m og kapp þeirra við þá iþrótt. Mikið gætum við lært af þeim. Lítum á afrek helstu snillinga Svia og Finna í kast- íimi og stökkum. Hve nær skyldum við standa þeim jafnfætis? Hinar ensku mælandi þjóðir, sem nú ráða mestu í heiminum hafa íþróttirnar átt mikinn þátt i að gera svona sterkar. Hvort sem lítið er á liðna tíð eða nútið, á mestu menningarþjóðirnar þá og nú, þá sést þetta sama: að samfara miklu íþrótta- lífi er allsstaðar og ávalt mikil hvers konar andleg menning. ísland er fag- urt land og yndislegt, þvi neitar enginn, en það er líka erfitt land og oft ærið torsótt gæði þess. Á næstu áratugum bíða þjóðarinnar mörg erfið verkefni lil úrlausria. )?jóðin er fámenn, svo að val- inn m ann þarf í hverju rúmi. Hví skyld- um vér þá ekki nota íþróttirnar til þess að styrkja þegnana til baráttunnar við náttúruöflin og til baráttunnar um náttúrugæðin við aðrar þjóðir, er þar kynnu að vilja seilast til valda. En livað eiga Ungmennafélögin að gera til eflingar íþróttunum í landinu? Og hvað geta þau gert? J?au hafa mjög stutt að efling íþróttanna síðasta ára- tuginn með ýmsu móti. Ef þau halda því starfi áfram, þá er þar með báðum spurningunum svarað, og skal þó enn vikið að þeim nokkrum orðum. Framkvæmdir félaganna í íþróttamál- unum liafa á síðari árum mest hnigið að þvi, að lialda eitt námsskeið með nokkru millibili i Iiverju liéraðssam- bandi. J?angað hafa helstu íþrótta- mannsefnin sótt úr félögunum og stund- um með styrk frá þeim, í þvi skyni, að þeir kendu það sem þeir hefðu numið

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.