Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1919, Síða 3

Skinfaxi - 01.03.1919, Síða 3
SKINFAXI 19 framtíðinni? Öll Norðurálfa til samans er að eins örlítið brot af veröldinni, og hver sú Norðurálfuþjóð, sem ekki er með i þvi að nema heiminn og skapa sér viðbót við ættland sitt hinu megin við höfin, er dæmd til þess að verða smáþjóð og fótaskinn annara, hve stór scm hún er nú. Umbætur fregntækja og fartækja, er gera fjarlægðir að ná- lega engu, gera slíkum landnámum hægt að verða hlutar i rikinu. Fáfræði íslendinga hefír gert Grænland minna i augum þeirra en það er, og þeir ljúga sig þannig frá hamingju sinni. Til að gerast brautryðjcndur i þessu landi hafa íslendingar yfirburði fram yfir aðrar þjóðir; það er með öðrum orðum menn- ingarskylda þeirra að gerast þar önd- vegisþjóð, að byggja landið og gera sér það undirgcfið. Frá hinum stærri vinnuveitendum iiafa lieyrst þau andmæli, að islenskt landnám mundi draga frá þeim verka- fólk og hækka vinnulaunin. En þessar hagsmimakröfur einstakra manna er ekki hægt að taka til greina þegar þær eru andstæðar hagsmunum þjóðfélags- ins. það er hagur þjóðfélagsins, að efna- lausir íslendingar verði auðugir við að kasta eign sinni á hluta af Grænlandi. pjóðfélaginu er hagur i þvi, að þjóðar- auður íslendinga aukist um alla auð- legð Grænlands, og að framtíðarstarf- svið þjóðarinnar verði stærra. pjóðfé- laginu er hagur i því, að efnahagur og atvinnumöguleikar þjóðarinnar eflist svo við landnámið, að vinnulaun hækki og þær atvinnustofnanir, er ekki geta horið kauphækkunina, leggist niður.pað sem atvinnurekendur missa af íslensk- um verkalýð upp i sjálfstæðar stöður á Græniandi, geta þcir fengið margborg- að i kauplausum Skrælingjalýð og sömuleiðis i kauplágu, en oss fyllilega jafnsnjöllu verkafólki frá Norðurlönd- um. íslendingar verða ekki færri fyrir það, að nokkrir þeirra taka sér bólfestu á Grænlandi, en þjóðin styrkist við það, af því landnemarnir verða sjálfstæðari og nýtari menn en þeir hefðu getað orð- ið heima, og þeim fjölgar eflaust örara. Hugmyndir manna um blóðtöku i óað- skiljanlegu sambandi við landnám, staf- ar að sumu leyti af því, að menn brengla landnámi og Amerikuförum sainan, að sumu leyti af því, að það er rótgróið í hugum manna, að þjóðin sje sama og ákveðið land, án þess að tekið sé tillit til þess, að þétta starfsvið þjóðarinnar, landið, stækkar við landnám. Landnám er ekki blóðtaka fyrir þjóðina fremur en flutningur fólks sveita á milli eða frá sjó i sveit. Eini munurinn er sá, að við landnám vinst þjóðinni nýtt land við flutninginn. Hér er ekki verið að boða „imperial- ismus“ né ágengni við aðrar þjóðir, lieldur hugsjón, sem er jafngömul i landi voru og sjálf þjóðin, og hana ein- stæða út af fyrir sig. Að landnám þarf ekki að ganga i samband við ágangs- kenningar má sjá á því, að enslc verka- mannafélög styðja kröftuglega enskt landnám í öðrum heimsálfum, til stuðn- ings fyrir sína stétt. Rétt fyrir andlát sitt lagði enski verkamannaforinginn K. Hardie, i hárri elli, af stað í rannsókn- arferð um Afríku, til að leita uppi góð landnám handa enskum hermönnum, er þeir kæmu iir ófriðnum. Oss íslending- um liefir landnám alla sömu kosti að bjóða og öðrum þjóðum, og þá nauðsyn umfram, að á voru landi er ekki nema um tvent að vclja fyrir bændaefni, skifta jörðunum eða flýtja í íslenska nýlendu. Niðurníðsla landbúnaðar og verslunar og óblíða loftlagsins, en vöxtur iðnaðar og fiskveiða gera nýbýlagerð á íslandi óframkvæmanléga fyrst um sinn. Enn þá er endurreisn íslenskra bygða á Grænlandi hugsjón, en innan skamms er hún veruleiki, stórmál, er íslenska

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.