Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1919, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.03.1919, Blaðsíða 7
SKINFAXJ 23 andríkisins ná ekki þeir, er hugann maurum seðja. Sé litið enn lengra aftur í tímann verða fyrir oss ómetanleg ljósbrot mannvits og djúpsæis. Til þess að sanna að forfeður vorir sáu fyrir alt það böl er af ágirndinni leiðir, skal eg leyfa mér að benda á þetta í goðafræðinni þeirra —: 1 upphafi lifðu goðin friðsælu og kyr- látu lífi á morgni tímans. — Tefldu í túni teitir váru — léku sér að gulltöfl- um í grasi, — en æskan og unaðurinn átti sinn aldur, því alt er í beiminum hverfult. Gullveig kom til sögunnar, — liklega ímynd gullþorstans og liún á- sækir goðin og þau drepa liana, brenna bana þrisvar, því bún rís jafnan upp aftur, lifnar við á ný. — Nú eru goðin ekki lengur saklaus og ófriður liefst með goðum og mönnum er Gollveig olli, og var því trúað að hún mundi lifa til Ragnarökkurs. Sé því leytað dýpra að orsökum eymdar þjóðar vorrar á 16., 17. og fram á 18. öld, er það Gullveig, sem hefir upptökin: fjárgræðgi og valda- fikn mannanna og — væri spurt um dýpstu og instu orsakir styrjaldar þess- arar er nú hefir geisað, mun þá svarið ekki verða liið sama ? þetta er nú bakgrunnur fortíðarinn- ar hér heima: Icolsvartur með skinandi ljóstýru að baki er lýsir sem leiftur um nótt, langt fram á horfinni öld. — En bvernig er svo nútíðin? Sker hún ekki vel af á þessum dökka grunni? Jú, guði sé lof, björt er nútíðin skínandi björt í samanburði við liðna tímann. 1 stað litlu kolsvörlu bátskeljanna eru komn- ir vélbátar er sótt geta björg á haf út í greipar Ægis þótt úfinn sé. í stað kon- ungsskipanna, er menn voru kúgaðir til að róa á eru komin hraðskreið gufu- skip, er rétt að segja geta boðið Ægi karli byrginn þótt bann fari í sitt versta. Og alt þetta er eign landsmanna sjálfra. 1 stað kaupslcipa eins á ári, milliferða- skip, er landið á sjálft. í stað smárra liúsakynna eru komi viða allreisuleg og vistleg híbýb. í stað fátæktar og hung- urdauða komin all almenn velmegun efnalega. í stað einokunarverslunar komin frjáls verslun — og — í stað deyfðar, doða, ábuga- og aðgerðaleysis risin upp öflug sjómannastétt, er telcur höndum saman með ströndum landsins alt í kring, sér og landi til gæfu og geng- is. — Og að lokum í stað einveldis og áþjánar komin stjórnfrjáls þjóð. „Hver vann bér svo að með orku“, spurði Jón- as forðum er hann athugaði bcrgkastala- smíði frjálsu þjðarinnar á fornri tíð. Sjómennirnir hafa svarað þeirri spurn- ingu að nolckru með þvi að láta skipin sín heita Jón forseta, Skúla fógeta, Egg- ert Ólafsson o. s. frv., en að fullu hefir Jónas svarað því með áframhaldi vís- unnar: „Drottins hönd þeim vörnum veldur, | vittu barn, sú bönd er slerk. | Gat ei nema guð og eldur | gert svo dýrlegt furðuverk.“ — Nei, svo dýr- lcg verk gcta ekki nema guð og eldur gert, að gera þjóð frjálsa i anda og sann- leika, eldur mannkærleika og fórnfýsi. Frelsarinn befir vitjað þjóðar vorrar í þessum mönnum, sem sjómennirnir bafa heitið skipin sín eftir. Jón Sigurðs- son var ekki gullveigarsinni, því við sjálft lá, að bann dæi skuldugur. (Tryggvi Gunnarss. forðaði landinu frá þeirri smán). Hann spurði aldrei um launin; bann taldi það heilaga skyldu bvers manns að gera alt sem bann megnaði til almenningsbeilla, — bvað sem laununum leið. -— pvi var aldrei neitt „aktaskriftar“-merki á störfum bans. Eggert Ólafsson taldi það sæmd hvers manns mesta að vera maður í orðsins fegurstu og bestu merkingu. Segir berum orðum, að það, sem knýji sig helst til þess að rækja minningu fóstra síns Guðm. sýslumanns, sé það,

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.