Skinfaxi - 01.04.1919, Blaðsíða 3
SKINFAXI
27
R. sendu flokka til hlaupsins, og varð
J>ví ekki kept um silfurbikar þann, er
gefið hefir Einar kaupm. Pétursson; en
hann er ætlaður til verðlauna flokkum
en elcki einstaklingum. -—- ]?rir þeir, er
fyrstir urðu að marki, fengu verðlauna-
peninga.
Væri ekki vel til fundið að koma á
'viðavangshlaupum úti um sveitir?
Smalarnir mundu hafa gaman af að
reyna fráleik sinn og þol stekkjargötu-r
lengd, yfir stokka og steina, móa og
mýrasund. Og fráleitt hefðu þeir ilt af
>ví.
,,íslendingur“.
Svo heitir félag eitt, er stofnað var
fyrir stuttu hér í bænum. „Tilgangur
félagsins er að efla samhug og samvinnu
með íslendingum hér á landi og vestan
liafs“, segir i lögum þess. Hygst félagið
að koma á fót skrifstofu i Reykjavík, og
standi hún í sambandi við pjóðernis-
lag, er Vestur-Islendingar liafa nýstofn-
að. Er skrifstofu þeirri ætlað að leið-
beina vestanmönnum þeim, er hingað
koma og Islendingum þeim, er vestur
fara, og gefa upplýsingar austan og
'vcstan. pá ætlar félagið að „stuðla að
ferðum til andlegs og verklegs náms
milli íslendinga beggja megin hafsins,
...... gangast fyrir útgáfu bóka um
ísland og íslensk mál“, o. s. frv.
Félagsstofnun þessi er hin þarfasta,
■og leiðir vonandi af henni mikið gott.
Undanfarið hafa stundum komið fyrir
bnippingar milli móðurþjóðarinnar hér
heima og dótturinnar vestan hafs.
Vesturförum hefir verið brugðið um
þjóðrækniskort, oftast að ósekju. þeir
hafa kent á sig kuldann, og stundum
blásið á móti. — En allir hljóta að sjá,
hversu afarmikið er unnið með góðu
samlyndi þjóðarbrotanna. Islenskt þjóð-
•erni getur ekki lifað og þrifist vestra,
nema því að eins, að þangað gangi si-
kvikur straumur íslenskra áhrifa. Vest-
menn þurfa að sækja sér hingað byrðar
allskonar íslensku. Okkur er best að
láta óskamtað í þá bagga. Af óþrot-
gjörnum auði er að taka, og því meira
hagkeypi fáum við vestrænnar menn-
ingar.
, það er ómælt og óteljandi, sem ís-
lendingar geta lært af Ameríkumönn-
um. Hjá þeim eigum við glæsilegar fyr-
irmyndir í skólamálum, verslun og allri
verkment. Keppikefli okkar er að koma
upp bókasöfnum svipuðum þeim, er
Vestmenn eiga, og mætti svo telja lengi.
— Vonar „Skinfaxi“, að „íslendingur“
sæki vestur sem flest gullvæg nýmæli
og bræði inn í íslenska menningu.
Forseti „íslendings“ er Einar H.
Kvaran rithöfundur.
Heimboð.
I. S. I. býður hingað 14 mönnum lir
danska knattspyrnufélaginu „Akadem-
isk Boldklub“ í sumar. Er þeirra von
um mánaðamótin júní—júlí. þetta er
í fyrsta skifti, sem erlendum íþrótta-
mönnum er boðið hingað til lands, og
mætti það vel verða til þess að koma
hreyfingu á blóðið í æðum Reykvísku
iþróttafélaganna, meiri en verið hefir
undanfarið.
Þlng g er ð.
Sunnudaginn 9. mars 1919 var háð
héraðsþing „Héraðssambands Fljóts-
dalshéraðs“ að Eiðum í Suður-Múla-
sýslu. þar var stjórn sambandsins mætt
og fulltrúar frá þessum félögum:
Frá U. M. F. Fljótsdæla 3 fulltrúar,
frá U. M. F. Baldur 2 fulltrúar, frá U.
M. F. Fram 3 fulltrúar, frá U. M. F.