Skinfaxi - 01.04.1919, Blaðsíða 7
SKINFAXf
31
Og á hinn bóginn eru ungm.félagar ó-
ví'ða ráðandi menn á heimilunum.
Bókasafn á félagið nokkuð (um
20 bindi), og eykur það árlega. Eru bælc-
urnar lánaðar út meðal heimilanna, og
greiða þau fyrir það ákveðið gjald —
ársgjald. Er því svo varið til bókakaupa,
ásamt tillagi úr félagssjóði.
Frá byrjun — nær óslitið — hefir
félagð haldið úti handrituðu blaði; er
það lesið á fundum félagsins. — Efnt
hefir verið til kappglimu af hálfu fé-
lagsins og er U. M. F. Reykdæla ann-
arsvegar. Verðlaun veitl; peningur úr
silfri. Er hann eign þess, er glímurnar
vinnur þrisvar í röð.
Einnig liafa vcrwð haldnar i félaginu
nokkrar sýningar á heimilisiðnaði.
Minst 12 fundir skulu haldnir á ári.
Er unglingum innan fjórtán ára aldurs
gefið leyfi til að sitja þá. Hafa þeir til-
lögurétt og málfrelsi. Skemtifundi og
fyrirlestra sækja utanfélagsmenn. Eyk-
ur það vinsældir félagsins.
.... pað er eigi unt að segja, hvað
félagið hefir unnið þarfast; en ætti eg
að segja hvert starf þess væri best, þá
gæti jeg ekki nefnt neitt af því verklega,
sem hér er talið, — ekki neitt eitt starf
þess. Og slíkt liið sama má sjálfsagt
segja um ungmennafélögin yfirleitt.
.... ]?að birti yfir sveitunum með
stofnun ungm.félaganna. Æskulýðurinn
sat einangraður. Hann þráði viðfangs-
efni og þarfnaðist þeirra. Ungm.félögin
hafa stefnt honum saman; gefið hon-
um tækifæri til að vinna fyrir þau mál,
sem horfðu til umbóta, og á þann hátt
orðið einstaklingunum leiðandi hönd í
áttina til þess, að verða liugsandi og
vinnandi menn í þjóðfélaginu, — átt-
ina að markinu því, að hér verði vax-
andi þjóð í gróandi landi. Y.
Bókasöfn Bandarikjamanna.
IV.
1 síðasta blaði var drepið á notkunar-
reglur bókasafnanna. En eftir var að
minnast á skilyrðin fyrir því, að menn
gætu fengið bækur að láni heim lil sín.
En þau eru önnur og þó með ýmsu móti.
Sum söfnin taka gjöld af notendum sin-
um fyrir útlán bóka, miklu fleiri veita
þau þó ókeypis. Nokkur heimta ábyrgð
af mörgum lántakendum, önnur alls
enga. Hver sem kemur í fyrsta sinn til
safnsins, til þess að taka bækur að láni,
verður að segja nafn sitt og heimilis-
fang. pað er, ásamt töluröð lántakanda,
bæði fært í þar til gerða bók er safnið
heldur og á seðil, er lántakandi fær þá
samstundis og er skírteini fyrir slíkum
afnotarjetti hans af safninu. Ef bóka-
verði þykir ástæða til, þá afhendir hann
ekki seðil þennan fyr en að sólarhring
liðnum, þegar hann hefir látið rann-
saka hvort rétt hefir verið sagt til nafns
og heimilis eða eigi. Skrásetning þessi
er gerð af tveimur ástæðum. Safnið vill
vita hvort umsækjandi á heima í þessu
héraði, því að aðrir liafa þar ekki rétt til
lántöku bóka. Samt er venjan að veita
þennan rétt öllum, sem stunda atvinnu
innan liéraðsins um nokkurt skeið. Að
hinu leytinu er safninu nauðsynlegt að
vita ávalt nafn og heimilisfang lántak-
anda, fyrst og fremst til þess að geta
krafið hann um bækur, er hann hefir
fengið að láni og skilar ekki á réttum
tíma; i öðru lagi cf smitandi sóttir koma
upp á heimili hans. Er honum þá ekki
leyft að skila bókunum aftur, fyr en þær
hafa verið sótthreinsaðar undir eftirliti
safnsins. Stundum eru slíkar bækur þá
alls ekki heimtar inn. Söfnin sjá ekki
eftir slíkum vanhöldum, enda eru þau
aldrei tiltölulega mikil. Börn, sem vilja
/