Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1919, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1919, Blaðsíða 2
26 SKINFAXl vinnu og arðsamari en kenslu. Og ef þeir og skólarnir hyrfu úr sögunni, hygg eg að höggvið væri stórt skarð í ínentaáhuga almennings; kennarar dreifa glæðum út frá sér. Og þá get eg trúað, að færi um ýmsar bækur, þýddar og ekki, eins og þar stendur: „Ekki er skorið upp úr þessum bókum.“ En það væri ekki vegna þess, að „enginn vildi skemma góða bók,“ heldur af öðr- um ástæðum verri. Kennarar eiga að ryðja liollum bókmentum braut „inn á hvert heimili.“ Skólar eru tæki til þess. pað er ekki ábyrgðarhluti að lceppa að því að koma upp barnaskólum, er sniðnir séu eftir erlendum fyrirmynd- uin, með fullu tilliti til þjóðarhátta. Slíkt er miklu fremur lífsskilyrði. Hinu má ekki gleyma fyrir því, „að mentun mannsins byrjar fyrst fyrir alvöru þar sem skólanum sleppir“ (Nordal). þýð- ingarnar, sem Nordal ritar um, þurf- um við að fá, og með þeim gnægð þjóð- legra bókmenta. En undirstaða allrar mentunar er gott uppeldi — góðir barnaskólar, er starfa í samræmi við góð heimili. Heimavistarskólar fyrir öll sveita- börn — það er takmark, sem ung- mennafélagar þurfa að hafa hugfast. A. S. Heima og erlendis. „Skólablaðið“ hætti að koma út um nýjár 1917. Hafði það aldrei flotið fjárhagslega, og sá útgefandi (fræðslumálastjóri) sér ekki fært að standa straum af útgáf- unni lengur að sinni, í dýrtíð þeirri, er þá var. — Um síðustu áramót reis blað- ið úr rekkju aftur. Tók þá Helgi kennari Hjörvar við útgáfu þess, og var steypt saman við það kennarablaðinu „Yerði“ og öðru mentainálariti, er var í fæð- ingu. Helgi Hjörvar er ötull maður, á- hugasamur og góður ungmennafélagL Er hann áður kunnur æskumönnum sem aðalhöfundur Glímubókar í. S. í, Margir virðast ætla, að „Skólablað- ið“ sé einungis fyrir kennara, en komi öðrum að litlum notum. Slíkt er mesti misskilningur. Blaðið er ætlað öllum og öllum jafngott, þeim, er láta sig nokkru skifta mentun íslendinga og andlega þjóðarheill. Enda er það svo vel úr garði gert, að hverjum manni er mikill gróði að lesa það. Og „Skinfaxi“ telur illa farið hvert það heimili, er fer á mis við aðra eins hugvekju og fyrirlestur Magnúsar skólastjóra Helgasonar um „heimili og skóla“. Jörundur Brynjólfsson, alþingismaður og kennari, flytur al- fari austur í Biskupstungur í vor, og reisir bú að Múla. Bætist Tungnamönn- um þar góður sveitungi. En ilt er til þess að vita fyrir kennara að missa þar í bænda hóp einn af sínum bestu mönn- um. —- Um nýjár í vetur scldi Jörundur „Skólafélagi Kennaraskólans“ helming sinn i barnablaðinu „Unga ísland“. Gef- ur félagið það út framvegis að hálfu móti Steingrími Arasyni kennara. Er það vel til fundið, að helsta barnablað landsins standi í sambandi við Kennara- skólann. Víðavangshlaup. íþróttafélag Reykjavikur efldi tif víðavangshlaups í ár, svo sem venja þess er. Var hlaupið frá Austurvelli, suður Laufásveg, yfir tún og girðingar austan við Skólavörðuholtið, niður Laugaveg að Isafoldarprentsmiðju. Átta memr tóku þátt í hlaupinu, og mátti ekld minna vera. Engin félög önnur en 1.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.