Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1919, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1919, Blaðsíða 5
SKINFAXI 29 en.dur: Jón Sigfússon, bóndi, Svína- felli, Benedikt Blöndal, Eiðum. Fleiri mál voru ekki á dagskrá. pinggerð lesin og samþykt. ]?ingi slitið. Jón Sigfússon, Magnús Stefánsson, forseti. ritari. Brot úr erindi. Og nú síðast 1. desember. pað er bjartur dagur i endurminningu minni. Eg var þá svo hughrifinn af þessu samræmi, að stjórnfrelsislögin skyldu öðlast gildi sama daginn og kirkjan minnist konni frelsarans til safnaðarins, hvort verið hefir tilviljun eða ekki. pess varð ckki minst hér i kirkjunni, því jarðneski dauðinn átti þar enn merki sín. En íslenska náttúran fagnaði svo með veðurblíðu og fcgurð, að mér verður kveld þess dags ætíð minnisstætt sem aðdáanleg viðhöfn. Pálmaviðargreinar (sólskin) norður- ljósanna stráðu veginn. Og mér virt- ist frclsarinn tala til vor, og óska, biðja og spyrja: Ó, að þú á þessum þínum tíma vissir hvað til þíns friðar heyrir? pó andinn hefði ekki annað veganesti en þessa spurningu og ósk, myndi hann liafa nóg úr að vinna heilt ár; já, heila mannsæfi. Og ef vér getum ekki orðið snortnir af henni eða fundist hún ckki koma oss við, þá erum við rússnesk- ir holkvistir, stjórn- og stefnulausir í hafróti timans, — fljótandi sofandi að feigðarósi. Svona er nú birta nútíðarinnar. — En her nú hvergi skugga á; er nútíðin cins hjört og hún getur björtust vcrið? — Yilduin vér ekki, að ókomni tíminn, sem lram undan er, verði enn bjartari? Hvað líður hugsunarhættinum? Hvað líður nóttinni, vökumaður? Er menn- ingarsól íslands komin í hádegisstað? —- Nei, segir vökumaður, hún er enn i austurátt, og ekki komin öll yfir sjón- deildarhring, svo víða ber á skuggá. þ’ar hafast við gömlu tröllin: s í n- g i r ni, sundurlyndi, tortryggni, rang- læti og gamla Gullveig, en út í ljósið liættir hégóminn sér, og margir telja liann Ijóssins barn. Síngirni kemur mönnum til þess að hugsa einungis um sinn hag, og systir hennar, skammsýni, hyrgir mönnum sýn, svo þeir vinna ekki fyrir ókomna tímann, sem er þó lífsnauðsyn hverrar þjóðar. Eða bless- um vér ekki þá mannvini, sem hafa húið svo í haginn fyrir oss, sem orðið er ? Og hvílir þá ekki sama skylda á oss, gagnvart þeim, sem á eftir koma? Kærleikurinn og víðsýni andans eru þau vopn, er á hana bíta. — Sundur- lyndi og tortrygni haldast enn í hendur um það, að aftra mönnum frá og letja i lífsnauðsynlegum samvinnustörfum og félagsskap lil þjóðheilla. — Bróð- ernið og trúin á sigur hins góða verða þeim að hana, þegar sólin hækkar á lofti. Gullveig fær menn að vanda til þess að festa augun um of við auð- æfin og þá oft ckki gætl vandra meðala í leil gullsins, því ranglætið hefir þar hönd í bagga með. Fáráðlingar eru oft féflettir og viðbjóðslegir fjárglæfrar eiga sér stað. Svo fljótt bar á þessu í kaupum og sölum, að strax og los komst á verðlag i löndunum við byrjun stríðs- ins, urðu stjórnirnar að skerast i leik- inn bæði liér á landi og annarstaðar og semja verðtaxla eða hámark, líkt og gert var hér á einokunartímanum, en ei að síður hefir Gullveig náð sér niðri og mætti finna þess mörg dæmi. pað eru vist engin lög til fyrir þvi, hve mik- ið má leggja á vörur, annað en rétt- lætis- og sómatilfinnig kaupsýslumann-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.